Kópavogur selur auðfólki verðmætar lóðir án útboðs

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Kópavogi samþykkti í bæjarstjórn á þriðjudaginn að selja fyrirtækinu Fjallasól þrjár verðmætar lóðir á Kársnesi án útboðs. Minnihlutaflokkarnir mótmæltu þessu harðlega, bókuðu að þarna væri um að ræða ráðstöfun á lóðum bæjarins til einkaaðila án útboðs. Eigendur Fjallasólar eru Mata-systkinin sem meðal annars eiga Ölmu leigufélag.

„Í Kópavogi eru í gildi úthlutunarreglur sem segja að allar lóðir skuli auglýstar í að minnsta kosti tvær vikur áður en þeim er úthlutað en það er greinilega hægt að skauta fram hjá þeim eftir hentisemi. Rökstuðningur bæjarstjóra um að nauðsynlegt sé að hafa lóðirnar á einni hendi vegna deiliskipulagsins heldur engu vatni því samkvæmt samkomulagi við fjárfestana er gert ráð fyrir uppskiptingu lóða og framsal þeirra í kjölfarið,“ skrifar bæjarfulltrúi Pírata, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, á Facebook.

Og heldur áfram: „Á reitnum er heimilt að byggja 150 íbúðir sem ljóst er að verði fyrst og fremst lúxusíbúðir fyrir ríkt fólk. Engin kvöð er um að ákveðið hlutfall íbúðanna skuli til dæmis uppfylla skilyrði hlutdeildarlána eða vera selt til óhagnaðardrifinna leigufélaga. Kópavogsbær hefur kauprétt að 4,5% íbúða fyrir félagslegt húsnæði á markaðsverði (en ekki kostnaðarverði) svo það eru hverfandi líkur á að af þeim kaupum verði. Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði meira að segja hreint út í pontu í gær að ákvæðið um félagslega húsnæðið í þessum samningi væri bara staðlað ákvæði en honum þætti ekki fara vel á því að bjóða upp á lúxus-félagslegt húsnæði með sjávarútsýni heldur væri nær að kaupa húsnæði annars staðar í bænum.“

Fjallasól er í eigu Mata-systkininu Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna og fjölskyldna þeirra. Þau eru meðal auðugustu Íslendinganna. Þau eru stærsti hluthafinn í fasteignafélögunum í Kauphöllinni; Reginn, Reitum og Eik. Þau eiga Matfugl, Mata-heildsölu og Salathúsið, keyptu Ali, áður Síld & fisk, og nýlega einnig Freyju sælgætisgerð. Þau eiga Ölmu leigufélag, sem reglulega kemst í fréttir fyrir freklega hækkun á leigu.

Myndin er samsett, af Gunnari Þór Gíslasyni stjórnarformanni Fjallasólar og Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Kársnesið er í bakgrunni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí