Krónan styrkst um 3,6% í sumar, sem ætti að draga úr verðbólgu

Aukið innstreymi gjaldmiðla inn í hagkerfið vegna fjölgunar ferðamanna hefur styrkt gengi krónunnar í sumar. Í júní og júlí hækkaði krónan um 2,4% gagnvart svissneskum franka, 3,6% gagnvart evru, 3,7% gagnvart breska pundinu, 6,0% gagnvart Bandaríkjadollar og 8,3% gagnvart japönsku jeni. Íslenska krónan hefur hins vegar lækkað gegn þeirri norsku, um 2,9%

Þessi styrking krónunnar ofan á minnkandi verðbólgu erlendis ætti að draga úr verðbólgu hér innanlands. Það er ef verðlækkun á innflutningi ratar til neytenda. Það er ekki víst að það gerist í landi fákeppni. Mögulega munu fyrirtækin halda lækkuninni hjá sér til að auka við hagnað sinn.

Þumalputtareglan er að ef að krónan fellur um 10% þá leiði það til 4% verðbólgu vegna hækkunar á innflutningi. Að sama skapi ætti 3,6% styrking krónunnar miðað við gengisvísitölu að leiða til þess að verðbólgumæling lækki um 1,4 prósentur.

Við síðustu mælingu Hagstofunnar fyrir júlí mátti illa merkja þessi áhrif. Ástæða þess að verðbólgan dróst þá saman var fyrst og fremst lækkun fasteignaverðs og útsölur. Það mátti ekki greina áhrif af lækkandi verðbólgu erlendis eða hækkun gengis krónunnar.

Hér má sjá breytingar á gengi krónunnar gagnvart þeim gjaldmiðlum sem Seðlabankinn skráir. Eins og sést á töflunni eru miklar sveiflur á gjaldmiðlum á tímum verðbólgu, hárra vaxta og mikilla skulda margra ríkja.

GjaldmiðillGengi í kr.Hækkun krónu
frá 1. júní
Nígerísk næra0,1743,2%
Tyrknesk líra4,8827,5%
Súrinamskur dalur3,429,2%
Tævanskur dalur4,168,8%
Japanskt jen0,928,3%
Ungversk forinta0,378,3%
Kínverskt júan18,356,7%
Bandaríkjadalur131,546,0%
Sádi-arabískt ríal35,086,0%
Indversk rúpía1,605,8%
Jamaískur dalur0,865,8%
Hong Kong dalur16,885,5%
Singapúrskur dalur98,564,8%
Tékknesk króna6,034,7%
Taílenskt bat3,844,6%
Ástralíudalur87,154,5%
Kanadadalur99,054,0%
Ný-Sjálenskur dalur80,913,9%
Ísraelskur sikill36,073,7%
Dönsk króna19,363,7%
Sterlingspund168,053,7%
Sænsk króna12,393,6%
Evra144,303,6%
Búlgarskt lef73,783,6%
Suðurkóreskt vonn0,103,6%
Svissneskur franki150,162,4%
Mexíkóskur pesi7,831,3%
Pólskt slot32,571,2%
Brasilískt ríal27,670,1%
Suður-Afrískt rand7,26-2,6%
Norsk króna12,87-2,9%

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí