Landspítalinn merkir samlokur á ensku: „Enn eitt dæmi um að opinberir aðilar setji enskuna í fyrsta sæti“

Anna Sigrún Baldursdóttir deilir á Facebook mynd af samloku sem samkvæmt merkingu er með „smoked salmon and egg salad“. Við fyrstu sýn stingur þessi mynd ekki svo í stúf, enda búið að segja Íslendingum að nauðsynlegt sé að merkja allt á ensku fyrir alla ferðamennina. En raunin er sú að þessi samloka var smurð á Landspítalanum, fyrir starfsfólk og sjúklinga sem eru nær allir íslenskir.

Anna Sigrún skrifar: „Áhugaverðar umræður um íslenskuna og mögulegt undanhald hennar. ELMA er skammstöfun fyrir eldhús og matsali Landspítala og framleiðir góðan mat og afar góðar samlokur. Þær eru merktar á ensku með íslenskri þýðingu í minna letri. ELMA framleiðir eingöngu fyrir Landspítala og þar er bæði starfsfólk og sjúklingar í yfirgnæfandi meirihluta íslenskumælandi.“

Hún bætir svo við í athugasemd síðar: „Athugasemd: Að sjálfsögðu brást Landspítali við af snerpu þegar málið var viðrað. Skýringin mun felast í fyrirkomulagi merkinga hjá aðila sem hefur það verk með höndum fyrir spítalann og verður nú lagfært.“

Þó Landspítalinn ætli að lagfæra þetta í framtíðinni þá sýnir þetta vel stöðu íslenskunnar. Hvernig meira að segja hið opinbera er farið að setja íslensku í annað sæti. Eiríkur Rögnvaldsson, fyrrverandi prófessor í íslensku, segir um þetta mál einfaldlega: „Enn eitt dæmi um að opinberir aðilar setji enskuna í fyrsta sæti, á undan íslenskunni.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí