Mikilvægt að tími sóttvarna verði gerður upp, segir umboðsmaður

Í inngangi að nýbirtri ársskýrslu Umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2022 víkur hann að sóttvarnaráðstöfunum stjórnvalda vegna Covid-19. Hann segir síðustu afskipti umboðsmanns af þeim hafa verið fyrirspurn embættisins til heilbrigðisráðherra í febrúar 2022 um hvernig staðið hefði verið að mati á „brýnni nauðsyn“ samkomutakmarkana. Stuttu síðar hafi hins vegar endi verið bundinn á slíkar takmarkanir „en í huga alls þorra almennings markaði þetta vafalaust endalok faraldursins og endurkomu eðlilegs lífs, ef svo má að orði komast. Samkvæmt fréttaflutningi héldu smit, veikindi og dauðsföll vegna COVID-19 þó áfram á árinu og hafa gert fram á þennan dag.“ Stjórnvöld hafi þrátt fyrir það ekki talið ástæðu til að grípa á ný til sóttvarnarráðstafana á borð við þær sem enn voru taldar réttlætanlegar þar til í febrúar 2022.

Umboðsmaður nefnir að í ársskýrslu ársins 2021 hafi verið fjallað um þá hættu sem þá virtist fyrir hendi að eftir þetta langvarandi ástand „færu stjórnvöld í auknum mæli að líta á skerðingu grundvallarréttindi sem léttvæga“ með þeirri mögulegu afleiðingu „að réttaröryggi borgaranna skertist til frambúðar“. Þá hafi verið áréttað að eftir því sem tíminn liði yrði „að gera ráð fyrir að stjórnvöldum hefði gefist aukið ráðrúm til að bregðast við hættu af faraldri með öðrum og vægari ráðstöfunum en skerðingu stjórnarskrárvarinna réttinda, t.d. með skipulögðum bólusetningum, með því að styrkja starfsemi viðeigandi stofnana eða sérstökum aðgerðum til verndar viðkvæmra hópa.“

Skýrsla forsætisráðuneytis 2022 gagnlegt innlegg

Forsætisráðherra skipaði nefnd til að greina áfallastjórnun íslenskra stjórnvalda í faraldrinum. Nefndin skilaði skýrslu í október 2022, sem umboðsmaður segir ítarlega og „að mínu mati gagnlegt innlegg til greiningar á því hvernig stjórnvöldum tókst til“. Hann veki þó athygli á að í skýrslunni var ekki tekin afstaða til lagaheimilda einstakra reglugerða eða hvort tilteknar ráðstafanir á hverjum tíma verið „í samræmi við meðalhóf, jafnræði o.s.frv.“

Það er skiljanlegt, segir hann, að margir vilji gleyma faraldrinum „og því óvenjulega ástandi sem ríkti meira og minna um rúmlega tveggja ára skeið“ en frá sjónarhóli umboðsmanns sé þó ekki unnt „að draga fjöður yfir að á umræddu tímabili var gripið inn í flest grundvallarréttindi borgaranna með regluverki sem einkenndist af tíðum breytingum, ógagnsæi og takmarkaðri aðkomu Alþingis. Án þess að gefið sé í skyn að með hinum eða þessum aðgerðum hafi verið gengið of langt eða rangt að verki staðið tel ég því, enn sem fyrr, mikilvægt að þessi tími sé gerður upp, m.a. m.t.t. grunnreglna réttarríkisins, og af því dreginn lærdómur til framtíðar.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí