Missti trúna á mannverunni eftir að hafa lent í ökumanni þessa bíls
Kjartan Jónsson deilir myndinni sem sjá má hér fyrir ofan á Facebook og segist hafa misst trúna á því að okkur sem mannfólki væri hægt og hægt að miða í rétta átt eftir að hann lenti í ökumanni bílsins sem sjá má á myndinni. Kjartan segir að ökumaðurinn hafi hent gosdós út um gluggann og það hafi munað hársbreidd að dósin hefði lent á sér.
Kjartan skrifar: „Ég hef þá trú að almennt sé okkur að miða í rétta átt sem mannverum, en öðru hvoru rekst maður á stöku eintak eins og ökumann þessa bíls sem henti gosdós út um gluggann eins og ekkert væri. Dósin skoppaði rétt fram hjá mínum bíl og hefði rétt eins vel getað lent á honum. Þið megið gjarnan deila þessu.“
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward