Nær 500 manns í tíu bátum bjargað undan ströndum Kanaríeyja, á einum sólarhring
Alls var tíu bátum með 495 manns innanborðs bjargað á leið yfir Atlantshaf, frá ströndum Vestur-Afríku til Kanaríeyja, á einum sólarhring, frá þriðjudegi til miðvikudags. Þetta kemur fram í frétt Canary Weekly.
Vart varð við síðasta bátinn af þessum tíu 64 kílómetra austur af eynni Fuerteventura. Um borð voru 53 manneskjur, þar á meðal 11 konur og þrjú börn.
Sjóbjörgunarsveitir eyjanna staðfestu að allir farþegar bátsins hefðu verið við góða heilsu og komist að höfn á syðri hluta eyjunnar, þar sem Rauði krossinn og heilbrigðisstarfsfólk tók á móti þeim.
Fyrri bátarnir níu voru allir á leið til Lanzarote, sem er sú Kanaríeyja sem næst liggur brottfararstað bátanna frá meginlandi Afríku. Canarian Weekly greindi frá.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward