Ögmundur varar við sölu mestu framtíðarverðmæta jarðar úr landi

„Það er dapurlegt hlutskipti þeirra sem nú sitja á Alþingi að þeirra verði minnst fyrir að hafa hvorki haft þor né dug til þess að standa vaktina í þágu almannahagsmuna,“ segir Ögmundur Jónasson í stuttum pistli á vefsíðu sinni í dag, föstudag, þar sem bregst við fréttum um sölu á vatni út fyrir landsteinana.

Morgunblaðið greindi frá því fyrr í dag að það hafi heimildir um að Jón Ólafsson hyggi á samstarf við kínverska auðjöfurinn að baki Alibaba, Jack Ma, um sölu á íslensku vatni til útflutnings. Í frétt blaðsins hvorki játar Jón því né neitar en segist myndu fagna aðkomu Ma að fyrirtækinu, „enda geti það skipt sköpum“.

Ögmundur skrifar: „Allt gerist þetta fyrir framan nefið á steinsofandi stjórnvöldum sem virðast ekki gera sér grein fyrir að um er að ræða mestu framtíðarverðmæti jarðarinnar: hreint vatn. Enda held ég að umræddur Ma viti nákvæmlega hvað hann er að gera. Jón Ólafsson segir það geta skipt sköpum að fá erlendan billjónera að kaupunum. Það held ég að sé hárrétt, fyrir báða aðila, kaupendur og Íslendinga framtíðarinnar.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí