Orðrómur um að ríkið væri að kaupa íbúðir Heimstaden gaf íbúum von

„Ég var að fá spurningu um hvort ríkissjóður væri að kaupa um 170 íbúðir af Heimstaden á Ásbrú. Ég kem af fjöllum því ég hef ekkert heyrt um þetta í fjárlaganefnd og kannast ekki við þessa fjárheimild. Ég sendi því fyrirspurn á fjárlaganefnd um þetta.“

Þetta skrifar Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, á Facebook nú síðdegis en orðrómur um að ríkið væri að kaupa íbúðir Heimstaden á Ásbrú gengur nú fjöllum hærra á Suðurnesjum. Þetta má meðal annars sjá innan Facebook-hóps íbúa á Ásbrú en þar skrifar kona nokkur:

„Það var verið að senda mér skjal og ég upplýst um það að Ríkissjóður er að kaupa eignir Heimstaden á Ásbrú. Viðkomandi óskar eftir nafnleynd og ætla ég að virða það. Nú viljum við fá að vita hvert framhaldið er. Við erum íbúar Reykjanesbæjar og ég tel okkur eiga heimtingu á að fá að vita það.“

Hér fyrir neðan má sjá mynd af þessu skjali en af henni að dæma virðist ríkissjóður vera að kaupa íbúð af Heimstaden. Því miður þá getur Samstöðin staðfest að ríkið er ekki að kaupa íbúðir af Heimstaden. Málið vakti allnokkra furðu hjá Fasteignaskrá þegar leitað var eftir viðbrögðum þeirra. Þar höfðu þeir enga hugmynd um af hverju skráning íbúðanna var með þessum hætti.

Hjá Sýslumanninum á Suðurnesjum fékkst loksins skýring á málinu. Það liggur enginn kaupsamningur fyrir og er Heimstaden enn eigandi þessa íbúða. Staðreyndin er sú að verið er að skrá inn gömul þinglýsingaskjöl frá fimmta áratugnum og þess vegna birtast upplýsingar um dagbókafærð eigendaskipti á Fasteignaskrá.

Þessi skráning er gerð til að tryggja rafræna skráningu réttra lóðaeigenda, ýmissa þinglýstra kvaða og lóðaréttinda. Það þarf að skrá þetta inn handvirkt fyrir hverja íbúð og vegna sumarleyfa hjá Sýslumanninum á Suðurnesjum gengur verkið hægar en ella, því ein kona var að handskrá þessar upplýsingar og það tæki hana jafnvel heilan dag að skrá eina blokk.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí