Ræstingarfólk á Ísland þarf 32,5% launahækkun til að jafna við lágmarkslaun í Noregi

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar þrástagast á að hér séu laun þau hæstu í heimi en sú er alls ekki raunin. Og það er auðvelt að afla heimilda sem sýna að svo er ekki. Tökum dæmi af Noregi.

Í Noregi eru ekki almenn lágmarkslaun en gefin eru út lágmarkslaun í tilteknum greinum. Þar eru t.d. lágmarkslaun fyrir ræstingarfólk 216,04 norskar krónur á tímann, sem gera 2.797,72 íslenskar krónur. Efling fékk ræstingarfólk hækkað um einn launaflokk í hörðum átökum í vetur, upp í 2.347,63 kr. á tímann. Launin í Noregi eru því 19,2% hærri en hér.

En þetta segir ekki alla söguna. Verðlag hérlendis er rúmlega 11% hærra en í Noregi. Miðað við verðlag eru norsku lágmarkslaunin fyrir ræstingu því 32,5% hærri en á Íslandi, 3.110,75 íslenskar krónur á tímann.

Miðað við fulla vinnu, 173,33 stundir á mánuði, jafngilda norsku launin því 539.186 kr. á mánuði á meðan að Eflingartaxtinn skilar 406.915 kr. Mismunurinn er rúmlega 132 þús. kr. á mánuði. Ef Efling vill gera kröfu um að jafna kjörin við norsk launafólk þarf félagið að krefjast 32,5% hækkunar.

Og munurinn á lægstu launum ræstingarfólks er ekki það versta. Munurinn er eilítið meiri á launum sérhæfðs fiskverkafólks og enn meiri hjá sérhæfðum byggingaverkamönnum.

Sjá má dæmi um launamuninn hér og í Noregi í nokkrum greinum í töflunni hér að neðan:

StarfNorskt
tímakaup
Í ísl. kr.M.v.
verðlag
Íslenskt
tímakaup
Munur
m.v. gengi
Munur
m.v. verðlag
Hópferðabílstjórar202,622.623,932.917,522.501,834,9%16,6%
Starfsfólk veitingahúsa190,792.470,732.747,182.334,095,9%17,7%
Ræstingarfólk216,042.797,723.110,752.347,6319,2%32,5%
Sérhæft fiskvinnslufólk220,032.849,393.168,202.361,2520,7%34,2%
Sérhæft byggingav.fólk238,303.085,993.431,272.388,7229,2%43,6%

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí