Segja Svandísi hafa svipt 700 sjómenn tekjum og kippt rekstargrundvelli undan fjölda fyrirtækja

Sjávarútvegur 11. ágú 2023

Drangey, smábátafélag Skagafjarðar, mótmælir harðlega ákvörðun matvæla­ráð­herra um stöðvun strandveiða 11. júlí sl. Með því voru meira en 700 sjómenn sviptir tekjum og rekstrargrundvelli kippt undan útgerðum strandveiðibáta og fjölda annarra fyrirtækja um allt land.

í ályktun félagsins segir: „Einnig raskaði það starfsemi fiskmarkaða verulega sem og útflutningi á ferskum fiski. Síðast en ekki síst var besti veiðitími sumarsins tekinn af strandveiðisjómönnum á Norður- og Austurlandi þriðja árið í röð .

Samkvæmt ákvæði laga um stjórn fiskveiða er hverju skipi heimilt að stunda strandveiðar í 12 veiðidaga innan hvers mánaðar mánuðina maí, júní, júlí og ágúst. Við það á að standa, annað er í reynd brot á lögum.

Við þetta má bæta að Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, kveðst mjög ósáttur við að forsætisráðherra hafi enn ekki svarað beiðni um fund vegna stöðvun strandveiða. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um og undrast tómlætið og áhugaleysið sem hann hefur aldrei kynnst fyrr, á sínum langa ferli til áratuga.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí