Sigurður Ingi versti ráðherra húsnæðismála í Evrópu: „Ber ekkert skynbragð um hvað málið snýst“

„Mér fannst hann, með fremur ósmekklegum hætti, draga úr þessum réttindum fólks til að eiga heimili, að eiga fastan samastað og fyrirsjáanleika. Að eiga athvarf, rúm í öruggu húsnæði. Ég hef sjálfur þurft að búa inni á systur minni og það var nokkuð öruggt, en ég tel það ekki beint kostinn sem við sjáum fyrir okkur sem öruggt húsnæði. Að eiga bara eitthvað rúm einhvers staðar í húsnæði sem maður hefur aðgang að, hann talaði aldrei um heimili eða öryggi fjölskyldna.“

Þetta sagði Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, í viðtali við Bítið í morgun. Þar skafaði hann ekki af hlutunum og sagðist enga trú hafa á áætlunum í húsnæðismálum. Staðreyndin væri sú að þetta er endurrunnið efni frá líklega versta ráðherra húsnæðismála í Evrópu, Sigurði Inga Jóhannessyni. Viðtalið má hlusta á í heild sinni hér.

„Með þessu stimplaði Sigurður Ingi sig út úr þessari umræðu og hann ber ekkert skynbragð um hvað málið snýst. Bara ekki nokkurt. Það vantar bara að átta sig á því að öruggt heimili er grunnur fyrir fjölskylduna, það er súrefni fjölskyldunnar. Þetta er grunnurinn fyrir allri annarri velferð í samfélaginu, að fólk hafi, einstaklingar og fjölskyldur, aðgang að öruggu húsnæði til langframa. Við erum að sjá í okkar könnunum að leigjendur eru að flytja að meðaltali þrisvar sinnum á fimm ára tímabili, nauðugir. Ég leigi og er sjálfur við það að missa húsnæðið. Svona upp úr áramótum þá missi ég húsnæðið og ég er ekki kominn með neitt annað. Það er þá í fjórða skiptið frá 2019 sem ég hef þurft að flytja. Þetta er veruleiki flestra leigjenda,“ sagði Guðmundur Hrafn.

Þáttastjórnendur báðu Guðmund Hrafn um að gefa hlustendum innsýn inn í líf leigjenda. Það stóð ekki á svörum: „Þetta veldur því að tryggð barnanna við fjölskyldumengið, heimilismengið, rofnar. Þessi tengslamyndun, hún verður ekki til staðar og hún er grundvöllur heilbrigði einstaklingsins. Það að búa þannig um hnútana að hér sé bara eðlilegt að tugir þúsunda fjölskyldna séu á sífellum vergangi. Þetta mun ekki hafa síðri samfélagsleg áhrif en skjámiðlanotkun. Þetta eru mjög alvarlegar aðstæður og eru að valda gríðarlegum áföllum fyrir einstaklinga. Og við eigum bara eftir að sjá þetta aukast.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí