Hvergi betra að fjárfesta í airbnb íbúðum en í Reykjavík

Breska fyrirtækið CIA Landlords birti nýlega greiningu á því hvar væri ábatasamast að fjárfesta í íbúðum til skammtímaleigu. Fyrirtækið sem er leiðandi í þjónustu og tryggingarekstri fyrir leigufélög og leigusala á Bretlandseyjum framkvæmdi rannsókn á skammtímaleigumarkaði í höfuðborgum allra aðildarríkja OECD. Niðurstaða rannsóknarinnar var skýr, ábatasamast er að fjárfesta í íbúðarhúsnæði til heimagistingar á skammtímaleigumarkaði í Reykjavík.

Rjóminn flæðir á skammtímaleigumarkaði sem aldrei fyrr. Svo mikill atgangur var í nýskráningum til heimagistingar í íbúðarhúsnæði í fyrra að embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu gat ekki með góðu móti sinnt eftirliti með starfseminni. Höfðu stjórnvöld greitt embættinu fimmtíu milljónir fyrir eftirlit og umsýslu en vegna metfjölda af nýskráningum höfðu starfsmenn þess ekki undan við að afgreiða þær.

Leigjendasamtökin hafa sinnt eftirliti með með heimagistingu á skammtímaleigumarkaðnum um skeið og hafa kynnt greiningar sínar og skráningar fyrir embættinu sem og viðeigandi stjórnvöldum. Við þau samtöl kom í ljós að töluvert er um leyfisausa starfssemi innan þess sem kallað er heimagisting á skammtímaleigumarkaði. Það er því ljóst að umfang þessarar iðju er töluvert meira en opinberar tölur geta vitnað um.

Samkvæmt CIA Landlords jókst nýskráningafjöldinn á airbnb í Reykjavík um 31% á öðrum ársfjórðungi síðasta árs. Það ásamt háu bókunarhlutfalli og háu verði fyrir gsitinóttina gerir því Reykjavík að ákjósanlegasta kosti fyrir fjárfesta á meðal höfuðborga þeirra 38 ríkja sem eru innan OECD. Í dag er 6.7% íbúða í Reykjavík með virka skráningu á Airbnb sem er rúmlega fjórfalt hærra en að meðaltali í öðrum evrópskum höfuðborgum. Þær borgir sem koma næst Reykjavík eru Majorca og Feneyjar með annars vegar 5.7% og 5.9%.

Há bókunarstaða og sú staðreynd að íslenskir gestgjafar á AirBnB hafa löngum verið þeir tekjuhæstu í heimi ásamt meðmælum CIA Landlords mun því beina glirnum braskaranna hingað í enn frekari mæli. Það eina sem kæmi í veg fyrir það væru inngrip yfirvalda

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí