Hálftíma síðar hafði leigan hækkað um 30 þúsund – í þriðja skiptið í sömu vikunni

Flest vitum við að leigumarkaðurinn er hrörlegur á Íslandi. Eitt helsta einkenni þess er hvernig leiguverð nánast stökkbreytist dag frá degi. Í öðrum löndum er ekki óþekkt að fólk borgi sömu upphæð í leigu, jafnvel mánuð eftir mánuð. Hér á landi er þó reglan frekar sú að leiguverð hækki alltaf um hver mánaðarmót.

Auglýsing á leigumiðluninni Igloo endurspeglar nokkuð vel þetta séríslenska lögmál. Hálftíma eftir að íbúð hafði verið auglýst til leigu, þá var hún auglýst aftur, þá 30 þúsund krónum dýrari. Nokkuð væn verðbólga það. Athygli er vakin á þessari nánast táknrænu auglýsingu innan Umræðuhóps leigjenda.

Til að undirstrika svo þetta ömurlega ástand í Reykjavík þá var verið að auglýsa hálfgerðan skúr til leigu á litlar 270 þúsund krónur. Þó að Bragagata 26 sé í miðbæ Reykjavíkur og sé vissulega sjarmerandi hús, þá er þetta óneitanlega rándýrt leiguverð fyrir 44 fermetra í mjög gömlu húsi.

Eða eins og einn maður hefur orð á: „270k fyrir 44 fm. Ætti að loka leigusalann inni fyrir rán.“

Annar maður bendir svo á að þetta sé enn verra en menn héldu. Í raun sé þetta, í það minnsta, þriðja verðhækkunin í sömu vikunni. „220 þúsund þegar ég sendi umsókn. Aldrei svarað. Takk fyrir mig Ísland,“ segir sá.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí