Sósíalistar hvetja ríkisstjórnina til að segja af sér og boða til kosninga

Stjórnmál 22. ágú 2023

Í ályktun stjórna Sósíalistaflokkurinn er ríkisstjórnin hvött til að horfast í augu við að hún hefur misst traust þjóðarinnar. „Við slíkar aðstæður á ríkisstjórn að víkja og gefa almenningi kost á að velja sér ný stjórnvöld. Þannig virkar lýðræðið. Ríkisstjórn sem ekki nýtur trausts veldur miklum skaða. Sósíalistaflokkurinn krefst þess að boðað verði til þingkosninga sem allra fyrst,“ segir í ályktun sameiginlegs fundar framkvæmda- og málefnastjórnar Sósíalistaflokksins.

„Í lýðræðissamfélagi er mikilvægt að stjórnvöld stjórni í takt við vilja lýðsins, almennings,“ segir í ályktuninni. „Núverandi ríkisstjórn fer gegn vilja mikils meirihluta almennings í svo til öllum mikilvægum málum. Hún reisir ekki húsnæði þegar almenningur krefst þess. Hún selur hluti ríkisins í bönkum þegar almenningur vill það ekki. Ríkisstjórnin styrkir kvótakerfið í sessi þótt almenningur sé andsnúinn kvótakerfi. Almenningur vill stórauka framlög til heilbrigðismála en ríkisstjórnin sinnir því ekki. Almenningur vill réttlátt skattkerfi þar sem hin efnameiri leggja hlutfallslega meira til samneyslunnar en ríkisstjórnin ver skattkerfi nýfrjálshyggjunnar, þar sem skattbyrði var létt af hinum ríku en skattbyrði almennings og einkum hinna fátækustu var aukin.“

Síðan segir: „Þetta er staðan í öllum helstu málaflokkum. Í stað þess að fara að vilja mikils meirihluta almennings rekur ríkisstjórnin hagsmuni hinna fáu, ríku og valdamiklu.“

„Meðan almenningur upplifði ógn í heimsfaraldri treysti meirihluti hans á að ríkisstjórnin myndi verja sig fyrir hættunni. Þegar hættan leið hjá kom í ljós hvaða afleiðingar það hefur fyrir ríkisstjórn að fara gegn almannavilja í svo til öllum málum. Traust á ríkisstjórninni hrundi. Ríkisstjórnin mun ekki endurvinna það. Ríkisstjórnin situr í dag við völd í óþökk mikils meirihluta almennings,“ segir í ályktun stjórnanna.

Sem endar svo: „Við slíkar aðstæður á ríkisstjórn að víkja og gefa almenningi kost á að velja sér ný stjórnvöld. Þannig virkar lýðræðið. Ríkisstjórn sem ekki nýtur trausts veldur miklum skaða. Sósíalistaflokkurinn krefst þess að boðað verði til þingkosninga sem allra fyrst.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí