Fjöldi skemmtiferðaskipa hafa lagst að höfnum við Íslandsstrendur í sumar en áætlað var að um 300 skip kæmu hingað ásamt 3 þúsund farþegaskipum.
Margir hafa gagnrýnt þessar skipakomu en mikið umstang er í kringum skipin auk þess sem mengun af þeim er gríðarleg. Nýleg skýrsla sýndi að þau rúmlega 200 skip sem sigla reglulega milli hafna í Evrópu mengi meira en einn milljarður bifreiða.
Faxaflóahafnir hafa staðið í því upp á síðakastið að bæta aðstöðu sína á Skarfabakki til þess að halda í við þann fjölda ferðamanna og skipa sem leggjast að höfninni enda landamæravarsla jafn mikilvæg þar eins og á Keflavíkurflugvelli. Hingað koma tugir þúsunda ferðamanna inn í landið skipaleiðina og þarf að viðhafa vegabréfseftirlit og fleira í tengslum við það.
Þá hefur sýnt sig að ferðalangar sem hingað koma með skipunum skilja lítinn gjaldeyri eftir í landinu en þeir versla lítið í höfn, kaupa hvorki gistingu né bílaleigubíla. Það eru helst rútufyrirtækin sem hagnast á því að selja dagsferðir.
Bændablaðið fjallaði um viðskipti landbúnaðarins við skemmtiferðaskipin á vordögum en það hefur einnig komið á daginn að skipin versla ekki einu sinn kost sinn hér á landi heldur fá þeir reglulegar gámasendingar með ódýrum matvælum af Evrópumörkuðum.
Mengunarmálin eru í því ferli að innleidd hafa verið svokölluð umhverfiseinkunnarkerfi í Faxaflóahöfnum, Akureyri og á Seyðisfirði og er Ísafjörður að taka upp slíkt kerfi einnig. Kerfið á að koma í veg fyrir að mengunarský leggi yfir bæinn þegar skip leggja að en er það að stöðva svartolíu bruna skipanna og stemma stigu við mengun svo heitið geti?
Samstöðin hafði samband við Árna Finnsson formann Náttúruverndarsamtaka Íslands og setti hann spurningarmerki við gagnsemi þessara kerfa. Svo sem Hvort um alþjóðlega staðla væri að ræða? Eru einhver skip sem ekki geta lagst að bryggju skv. Kerfinu? Og eru gjöldin nægilega há?
Nokkrar borgir hafa þegar bannað komur skemmtiferðaskipa og má þar nefna bæði Holland og Feneyjar. Þá er vandfundin einhver opinber stefna um komur skemmtiferðaskipa til landsins og kallar Árni jafnframt eftir svari við spurningunni, hver er það sem setur stefnu um komur þessara skipa. Er það ríkið eða eru það sveitarfélögin hvert fyrir sig?