Samkvæmt landamærarannsókn Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands var áætlaður fjöldi gistinátta í heimagistingu utan hefðbundinnar gistináttaskráningar um 200.000 í júní mánuði. Það merkir að 6.666 ferðamenn hafi gist að meðaltali í heimagistingu og þá oftast í Airbnb-íbúðum. Þetta er meiri fjöldi en býr í Fjarðabyggð, sem er tíunda fjölmennasta sveitarfélagið á landinu með 5.262 íbúa. Reikna má með að þessi fjöldi aukist í júlí og ágúst, sem eru stærstu ferðamánuðirnir. Þá má reikna með túristarnir verið fleiri en íbúar Akranes, þar sem 7.997 búa.
Að meðaltali gistu hérlendis rúmlega 30 þúsund erlendir ferðamenn hverja nótt í júní. Reikna má með að þeim fjölgi upp undir 40 þúsund í júlí og ágúst. Flestir gistu á hótelum eða gistiheimilum eða að meðaltali um 22.215 ferðamenn hverja nótt í júní. Airbnb og önnur heimagisting er því álíka og 30% af öllum hótelum og gistiheimilum.
Erfitt er að áætla hversu margar íbúðir voru leigðar til ferðamanna í júní. Samkvæmt Hagstofu eru um 2,8 manns á hverju heimili á landi. Ef það sama gildir um ferðafólk má ætla að þeir hafi gist í að meðaltali 2.380 íbúðum í júní.