Vilja klára að selja Íslandsbanka, svo Landsbankann og fríhöfnina – og loka ÁTVR

„Flokksráð leggur áherslu á að lokið verði við sölu á öllum hlutum ríkisins í Íslandsbanka í almennu opnu útboði fyrir lok árs 2024. Þá er nauðsynlegt að ríkið losi um eignarhald á Landsbankanum á næstu árum. Ríkið á ekki að standa í verslunarrekstri og því á að bjóða út rekstur Fríhafnarinnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Kanna á hagkvæmni þess að fá fjárfesta með sérþekkingu að eignarhaldi flugstöðvarinnar. Leggja á niður ÁTVR og leyfa einkaaðilum smásölu áfengis í sérverslunum,“ segir í samþykkt flokksráðs Sjálfstæðisflokksins.

„Sala ríkisfyrirtækja skal fara fram í gagnsæju ferli,“ er svo bætt við, sem líklega merkir að ekki eigi að selja eftir forskrift Bjarna Benediktssonar formanns flokksins, sem selt hefur ríkiseignir með duldum hætti, bæði í gegnum Lindarhvol og Bankasýsluna.

Á landsfundinum fyrir tæpu ári var líka samþykkt að kanna sölu á Ríkisútvarpinu: „Tilgangur og hlutverk Ríkisútvarpsins hefur breyst. Mikilvægt er að endurskoða forsendur og umfang núverandi rekstrarfyrirkomulags með það að markmiði að kanna hvort rekstrinum sé að öllu leyti eða hluta til betur komið í höndum einkaaðila,“ sagði í ályktun þess fundar.

Í ályktun flokksráðs segir um Ríkisútvarpið: „ Endurskilgreina á hlutverk, skyldur og fjármögnun Ríkisútvarpsins og draga það út af auglýsinga- og samkeppnismarkaði svo og tryggja stöðu sjálfstæðra fjölmiðla, án beinna ríkisstyrkja. Afnema skal útvarpsgjaldið.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí