Vonlítill fundur um gjaldþrota stefnu

Það var augljóst af fundi forystu Seðlabankans í morgun að bankinn hefur misst salinn, meira að segja salinn sem mætir á þessa fundi. Þangað kemur fyrst og fremst fólk með nokkrar milljónir á mánuði og sem vinnur í bönkum, sem krefjast ætíð hærri vaxta. En í morgun var ljóst að það fólk sá ekki vitið í peningastefnu Seðlabankans og spurði fárra spurninga. Kannski fyrst og fremst vegna þess að það hafði ekki trú að svörin yrðu upp á marga fiska.

Einn spurði klassískrar spurningar af svona fundum, um hvað Seðlabankinn vildi sjá í ríkisfjármálum svo bankinn væri ekki einn að reyna að hemja verðbólgu og ofþenslu. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri dæsti og sagðist alltaf vilja sjá meira aðhald. Sem hann sér ekki. Þar sem það er ekki vilji innan ríkisstjórnar til að hækka skatta eða sker niður útgjöld er ríkissjóði silgt eins og ferju með opið stafn, eins og gleymst hafi að loka hleranum fyrir bílageymsluna. Og sjórinn frussast inn.

Ein hagfræðingur spurði hvers vegna vextir væri hækkaðir þegar augljóst væri af gögnum bankans að raunhagkerfið væri byrjað að dragast saman. Við fyrri ákvarðanir hefði bankinn bent á þensluna sem rök fyrir miklum vaxtahækkunum en nú sæki hann rökin í verðbólguvæntingar. Það var fátt um svör.

Fundurinn í morgun var merkilegur. Ekki fyrir það sem var sagt heldur fyrir hversu veikan hljómgrunn Seðlabankinn hefur fyrir stefnu sinni, meira að segja meðal helstu klappstýra sinna, hagdeilda bankanna og viðskiptablaðamanna. 9,25% stýrivextir á Íslandi þegar vextir eru um og undir 5% í nágrenninu er stefna sem er orðið erfitt að réttlæta. Og fólk hefur orðið takmarkaðan áhuga á réttlætingu þeirra sem standa fyrir þessum aðgerðum.

9,25% stýrivextir munu leiða til þess að bankarnir hækki húsnæðisvexti sína í 10,75%. Þá munu hjón á meðallaunum standast greiðslumat til að kaupa íbúð á 44 m.kr. Sem er auðvitað ekki til. Svo þetta fólk gæti keypt íbúð fyrir sig og fjölskyldu sína þyrfti söluverð íbúða að lækka um 30-40% að raunvirði. Vaxtahækkanir Seðlabankans kippa fótunum undan möguleikum fólks með lægri meðaltekjur og þar undir til að kaupa húsnæði, dæma það út á leigumarkaðinn þar sem okurleiga grefur undan lífskjörum þess. Og þegar fólkið mætir til kjarasamninga og vill fá skaðann bættan segir Seðlabankinn að ástandið sé því sjálfu að kenna, að það sé á of háum launum.

Það er ekki að undra að vaxtaákvarðanir Seðlabankans séu kynntar í þögn þessa dagana. Flest fólk er orðlaust.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí