Andlegri heilsu landsmanna hrakar, er lökust í fjárhagserfiðleikum

Frá árinu 2019 til 2022 fækkaði þeim sem meta andlega heilsu sína góða eða mjög góða fækkað úr 78% aðspurðra í 67% meðal karla, en úr 75% í 68% meðal kvenna. Sé aðeins litið yfir tveggja ára tímabil, frá 2021 til 2022, stóð hlutfallið í stað í 68% meðal kvenna, en féll verulega, úr 73% í 67%, meðal karla milli sömu ára.

Þetta kemur fram í nýju tölublaði Talnabrunns, fréttabréfs landlæknis um heilbrigðisupplýsingar, sem kom út á fimmtudag.

Ungum konum líður verst

Hliðstæð þróun hefur átt sér stað á svörum fólks við spurningum um hamingju sína: frá 2019 til 2022 fækkaði þeim körlum sem segjast hamingjusamir úr 59% aðspurðra í 53% en meðal kvenna úr 62% í 56%.

Þó nokkur munur er meðal aldurshópa í mati á andlegri heilsu. Ungar konur meta andlega heilsu sína versta, og raunar sagði naumur minnihluti kvenna á aldrinum 18–24 ára andlega heilsu sína góða eða mjög góða, eða 49%, árið 2022. Það hlutfall hækkaði þó lítið eitt milli ára, úr 46% árið 2021.

Andleg heilsa ungra karla hefur mælst nokkru hærri fram til þessa, en tók verulega dýfu niður á við árið 2022, samkvæmt könnuninni: árið áður mátu 65% ungra karla andlega heilsu sína sem góða eða mjög góða, en árið 2022 hafði það hlutfall lækkað í 51%. Þeim fækkaði með öðrum orðum um rúman fimmtung, sem er skarpari niðursveifla en í öðrum hópum.

Blönkum líður þó allra verst

Af þeim hópum sem skilgreindir eru í könnuninni og birtir í fréttabréfinu er hlutfall þeirra sem segja andlega heilsu sína góða eða mjög góða lægst meðal þeirra sem eiga erfitt með að ná endum saman fjárhagslega, eða 44%, árið 2022. Meðal þeirra sem segjast eiga auðvelt með það er hlutfallið 76% og í hópnum þar á milli, sem svarar spurningunni með „hvorki né“ segja 62% andlega heilsu sína góða eða mjög góða.

Í öllum þessum hópum dalaði andleg líðan, samkvæmt könnuninni, allverulega milli áranna 2019 og 2020, þegar Covid-19 heimsfaraldurinn hófst, og hélt áfram að dala árið 2022. Í fréttabréfinu kemur ekki fram í hvaða mánuðum könnunin var gerð.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí