Arnar Þór segir Sjálfstæðisflokkinn úlf í sauðagæru og nýjabrumsflokk

„Þrátt fyrir allar aðvaranir, þrátt fyrir augljósa mótstöðu innan flokksins, þrátt fyrir að efni frumvarpsins brjóti gegn 1. og 2. gr. stjórnarskrárinnar, þrátt fyrir að það gangi gegn kjarnagildum Sjálfstæðisflokksins og sé til þess fallið að hrekja traustustu kjósendur flokksins frá borði, þá hyggst varaformaður flokksins halda sínu striki og freista þess að knýja frumvarp þetta í gegnum þingið með stuðningi þingflokks Sjálfstæðisflokksins,“ segir Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, langt í frá ánægður með að frumvarp um bókun 35 er á málaskrá ríkisstjórnarinnar.

Í viðtali við Rauða borðið eftir flokksráðsfund Sjálfstæðisflokksins sagði Arnar að sér hefði verið lofað að þetta frumvarp yrði ekki lagt fram.

„Frumvarpið gengisfellir íslenskt lýðræði,“ skrifar Arnar Þór á bloggsíðu sína. „Það er í anda stjórnlyndis en ekki frjálslyndis. Það innleiðir ráðríkisstjórnmál og gefur erlendu sambandsríki færi á ofríkistilburðum gagnvart íslenska lýðveldinu. Það horfir fram hjá þeirri staðreynd að Ísland hefur aldrei beitt neitunarvaldi í 30 ára sögu EES samningsins, þannig að fyrirkomulagið stendur í reynd ekki undir nafni sem samstarf, heldur ber öll einkenni einhliða valdboðs frá Brussel þar sem hlutverk Íslands er að borga og hlýða.“

„Ætli varaformaður Sjálfstæðisflokksins að halda sínu striki og mæla fyrir þessu frumvarpi á ný í október er þar með verið að undirstrika að flokkurinn er ekki andvígur aðild Íslands að ESB nema i orði kveðnu, því í reynd væri með þessu stigið risaskref í átt til þess að færa Ísland undir áhrifavald ESB,“ skrifar Arnar Þór. „Síðast en ekki síst afhjúpast þá um leið að Sjálfstæðisflokkurinn stendur ekki undir nafni sem íhaldsflokkur, sem vill verja þau gildi sem best hafa reynst og vísað er til í ofangreindum tilvitnunum af heimasíðu hans um stefnumál af ætt lýðræðis, sjálfsákvörðunarréttar einstaklinga og þjóðar, auk annarra atriða sem ættu að heita sjálfsögð, svo sem að sjálfstæði Íslands sé styrkt en ekki gengisfellt í alþjóðlegu samhengi. Þá er Sjálfstæðisflokkurinn orðinn nýjabrumsflokkur sem þjónar ekki lengur hlutverki sínu. Þá er hann orðinn úlfur í sauðargæru sem ekki stendur lengur undir nafni sem sjálfstæðisflokkur. Ef þetta er einbeittur vilji forystu og núverandi þingflokks Sjálfstæðisflokksins munu þau þurfa að taka ábyrgð á því tjóni sem þetta mun valda flokknum og lýðveldinu okkar.“

Lesa má blogg Arnars Þórs hér: Hverjum leyfist að stefna brothættu fleyi beint í brimgarðinn?

Og hér er viðtalið við Arnar Þór eftir flokksráðsfundinn:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí