Egils sárt saknað: „Silfrið verður aldrei samt aftur“

Síðastliðinn mánudag hóf Silfrið aftur göngu sína á RÚV en nú án Egils Helgasonar. Ofan á það mætti halda að dagskrástjóri vilji að sem allra fæstir horfi á það en í staðinn fyrir að vera sýnt rétt fyrir hádegi á sunnudögum, þá er Silfrið á dagskrá rétt eftir tíu á mánudögum. Ef marka má allar þær kveðjur sem Egill fær á Facebook þá virðast margir telja að Silfrinu hafi í raun verið aflýst, cancelled í orðsins fyllstu merkingu.

Á þriðjudaginn birti Egill skjáskot úr viðtali sínu við leikstjóran David Lynch og skrifar: „Silfur Egils var ekki bara pólitískt þras.“ Þessi færsla hefur fengið nærri sex hundruð læk en athygli vekur hve margir skrifa athugasemd og segja að hans verði sárt saknað. Aðrir segja nýju þættirnir séu einfaldlega verri. „Nú er þessu þáttur útvatnaðri en sótavatn,“ skrifar einn meðan annar spyr: „Þetta er ekki svipur hjá sjón, því miður. Hvað er langt í endurkomuna?“

Aðrir segja að þessi nýja tímasetning sé ekki fólki bjóðandi. „Í eina tíð vaknaði maður við líflegar umræður í Silfrinu en nú virðist maður fremur eiga að sofna út frá því,“ skrifar annar  maður. Kona nokkur tekur í sama streng og skrifar: „Líka móðgun við lýðræðið að hafa þátt um samfélagsleg málefni kl. 10.30 á mánudagskvöldum.“

Svo er nokkuð stór hópur sem mun fyrst og fremst sakna Egils. „Silfrið verður aldrei samt aftur,“ skrifar einn meðan annar segir: „Þín verður sárt saknað.“ Björgvin Halldórsson tónlistamaður er þar á meðal en hann skrifar: „Þetta er ekki sami þátturinn því miður. Vil Egils endurkomu.“

Sjálfur reynir Egill að stilla til friðar og skrifar sjálfur athugasemd: „Ég set þetta inn svona í gamni. Við skulum gefa nýju fólki og nýjum áherslum séns – held það verði bara fínt.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí