Frakkland vill lágmarksverð fyrir flug, í þágu loftslags

Samgönguráðherra Frakklands kallaði á miðvikudag eftir því að sett verði lágmarksviðmið fyrir flugfargjöld innan Evrópusambandsins, til að draga úr útblæstri og vinna þannig gegn hnatthlýnun.

Ráðherrann, Clement Beaune, greindi frá þessum áformum sínum í viðtali við vikublaðið L’Obs. Hann sagðist hafa í hyggju að leggja fram tillögu um málið við samgönguráðherra annarra Evrópuríkja á næstu dögum.

„Flugmiðar fyrir tíu evrur þegar við erum í miðjum umhleypingum vistkerfisins, það er ekki lengur hægt,“ sagði Beaune. „Það endurspeglar ekki kostnaðinn fyrir þessa plánetu,“ bætti hann við.

Lág-fargjalda flugfélög hafa nú um langa hríð boðið afar lág verð á ákveðnum flugleiðum og öðlast þannig verulegan skerf í samgönguiðnaði álfunnar. Gjöldin svara ekki í öllum tilfellum kostnaði. Á sama tíma er útblástur hverrar flugferðar umtalsvert meiri en ef ferðast væri með lest.

„Ég leitast opinskátt eftir því að mengandi athafnir verði skattlagðar, til að fjárfesta í umskiptunum,“ sagði Beaune. Hann sagði að áformuð skattahækkun á flugferðir frá Frakklandi yrði nýtt til að fjármagna uppbyggingu á lestarsamgöngum. Euractiv greindi frá.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí