Guðbjörg lýsir sinni reynslu af því að nota aðstöðu farþega í Mjóddinni. Hún segir frá salernum sem eru oft lokuð og ósamræmi milli opnunartíma biðsalar og tímatöflu strætó.
Afrit af viðtali:
F: Sara Stef Hildardóttir. V: Guðbjörg Afrit af viðtali:
F: Notaru strætó reglulega?
V: Já, daglega. F: Daglega.
F: Hvernig finnst þér aðstaðan hérna í mjóddinni fyrir farþega?
V: Bara ömurleg. F: Bara ömurleg.
F: En mér finnst skipta máli að hafa aðgang að salerni?
V: Já, ég nota ekki, en já, það hlýtur að skipta máli.
F: Varstu búin að sjá að salernin hafi verið lokuð núna í nokkrar vikur? V: Ég er búinn að taka eftir því, það er búið að hanga miði þarna.
F: Þú tekur strætó daglega en ertu svo heppin að taka strætó þegar húsið er opið? V: Ekki alltaf, ekki alltaf, nei, stundum það lokar klukkan 6 hérna.
F: Og hvernig reynsla er það?
V: Ömurlegt að standa hérna í roki og rigningu. F: Takk fyrir þetta.
F: Þetta er ekki gott. V: Nei, þetta er ekki gott, nei, mér finnst það mætti alveg vera opið fram yfir kl 8, 9, allavega.
F: Eða bara samkvæmt tímatöflu strætisvagna meðan þeir ganga?
V: Þess vegna, þess vegna.
F: Væri það til of mikils mælst?
V: Nei, ég held ekki. F: Takk kærlega fyrir þetta