Hannes gekk of langt – Eyddi sjálfur þessari ógeðfelldu færslu

Þó Hannes Hólmsteinn Gissurarson, fyrrverandi prófessor við Háskóla Íslands, sé ekki þekktur fyrir að efast um ágæti eigin hugmynda, þá virðist hann hafa áttað sig á því að hann gekk of langt í nýrri færslu á Facebook. Internetið gleymir þó engu og færsluna má sjá hér fyrir neðan. Um helgina varð Hannes víða aðhlátursefni eftir að hann trylltist í Leifstöð og þjófkenndi saklaust fólk.

Fólkið hafði tekið tösku hans í misgripum sem varð til þess að Hannes öskraði á mæðgur og sagði þeim að þær væru ekki velkomnar á Íslandi, þar sem móðirin var „klædd í múslimabúning“. Mæðgurnar eru íslenskar. Hannes hafði sjálfur skáldað upp sína útgáfu af atvikinu, en starfsmaður Leifsstöðar upplýsti um hið sanna í málinu. Hannes var ekki sáttur með það og gaf til kynna að hann vildi að hún yrði rekin.

Öll þessi atburðarás er nauðsynleg til að átta sig á samhengi færslunnar sem Hannes birti á Facebook, sem er vægast sagt ógeðfelld og tekur af allan vafa um að rasismi hafi ráðið för hjá Hannesi á Leifstöð. Hannes birtir mynd af sjálfum sér í einhvers konar matarboði og skrifar: „Engir múslimar hér í kvöld“. Hann hefur nú eytt færslunni, sem er af sjaldgæft hjá honum og hefur hann þó birt margt vafasamt.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí