Háskólinn í Reykjavík beygir sig undir McCarthyisma Moggamanna

Háskólinn í Reykjavík hefur flautað af fund um hvalveiðar eftir að Morgunblaðið gerði athugasemdir við hverjum var boðið að tala á fundinum. Eftir athugasemdir Moggans var fundurinn felldur niður og hefur e ekki verið settur á dagskrá.

Morgunblaðið er sem kunnugt er gefið út af stórútgerðinni á Íslandi, sem hefur nú hert árásir sínar á Samkeppnisyfirlit og allt það sem hún skilgreinir sem ógn við völd sín og auð. Og þótt hvalveiðar skipti sáralitlu ef nokkru máli efnahagslega vill stórútgerðin verja þær með rökum kalda stríðsins, um að ef hvalveiðar séu ekki varðar gætu þorskveiðar fallið næst. Þetta sést vel í málgagni stórútgerðarinnar sem hefur meðal annars haldið því fram að hvalveiðar séu stórkostlegt framlag gegn loftlagsvá.

Svo til allir líffræðingar landsins andmæltu þessu í grein, sem lesa má hér: Af­skræmd um­fjöllun um á­hrif hvala í tengslum við lofts­lags­málin. Í greininni var sýnt fram á mikilvægi hvala í lífríki sjávar og að þeir væri vörn gegn loftlagsvá, þvert á það sem málgagn stórútgerðarinnar hélt fram. Meðal þeirra sem skrifuðu undir þessa grein var Edda Elísabet Magnúsdóttir, doktor í líffræði. Og Edda Elísabet var ein þeirra sem Sjálf­bærni- og lofts­lags­rétt­ar­stofn­un Há­skól­ans í Reykja­vík fékk til að ræða á fundinum Vís­indi og laga­leg álita­mál um hvalveiðar.

Þetta sætti Mogginn, málgagn stórútgerðarinnar, sig ekki við. Ekki heldur við að Jóna Þórey Pét­urs­dótt­ir, lögmaður á lög­manns­stof­unni Rétti, fengi að tala á þessum fundi. Í frétt Moggans í dag stærir blaðið sig af að hafa komið í veg fyrir að þessar konur fengju að tala opinberlega um fræði sín og þekkingu.

Þar stendur: „Áður en tek­in var ákvörðun um frest­un fund­ar­ins hafði Morg­un­blaðið sam­band við Snjó­laugu og spurðist fyr­ir um val á frum­mæl­end­um, en skv. dag­skránni áttu þeir að vera þrír; dr. Edda Elísa­bet Magnús­dótt­ir, lektor í líf­fræði, sem fjalla átti um hvali í vist­kerfi sjáv­ar, Jóna Þórey Pét­urs­dótt­ir, lögmaður á lög­manns­stof­unni Rétti, sem ræða átti um stöðu hval­veiða í ís­lensk­um rétti, og Ingi B. Poul­sen, doktorsnemi við laga­deild HR, sem fjalla átti um hval­veiðar og skuld­bind­ing­ar rík­is­ins að lofts­lags­rétti.

At­hygli vakti að dr. Edda Elísa­bet skyldi hafa verið feng­in til að vera einn frum­mæl­enda, en hún er yf­ir­lýst­ur and­stæðing­ur hval­veiða og hef­ur tekið þátt í mót­mæl­um gegn hval­veiðum, síðast á Aust­ur­velli um miðjan júlí sl. Þá er Jóna Þórey Pét­urs­dótt­ir starf­andi á lög­manns­stof­unni Rétti sem hef­ur gætt hags­muna ým­issa aðila gegn Hval hf. og hafa lög­lærðir starfs­menn stof­unn­ar verið áber­andi á þeim vett­vangi und­an­far­in miss­eri. Spurð um hvort skoðað yrði út frá fag­leg­um sjón­ar­miðum laga­deild­ar­inn­ar að hafa ekki ein­ung­is and­stæðinga hval­veiða í hópi frum­mæl­enda sagði Snjó­laug að málið yrði skoðað bet­ur í ljósi fram­kom­inna upp­lýs­inga.

Við vinnslu frétt­ar­inn­ar hafði Snjó­laug sam­band við Morg­un­blaðið og kunn­gjörði að fund­in­um hefði verið frestað. Um ástæður frest­un­ar­inn­ar sagði Snjó­laug að í ljósi þess að frétt­ir væru farn­ar að kvisast út um fyr­ir­hugaðan fund væri fyr­ir­séð að fund­ar­sal­ur­inn þar sem halda átti fund­inn myndi ekki duga fyr­ir þann fjölda áheyr­enda sem vís­ast myndu mæta til fund­ar­ins. Einnig sagði hún að uppi væru áform um að end­ur­skoða hverj­ir myndu vera frum­mæl­end­ur á fund­in­um, með það í huga að koma að fleiri sjón­ar­miðum varðandi hval­veiðarn­ar en þeirra einna sem væru yf­ir­lýst­ir and­stæðing­ar veiðanna.“

Háskólinn í Reykjavík er í eigu hagsmunasamtaka fjármagns og fyrirtækjaeigenda. Viðskiptaráð á 64% í skólanum, Samtök iðnaðarins 24% og Samtök atvinnulífsins 12%. Í háskólaráði situr ekki vísindafólk heldur formenn þessara samtaka og aðrir hagsmunaverðir. Það er af þeim ástæðum sem Morgunblaðið getur sagt háskólanum til um hverjir tala á fundum þar og hverjir ekki.

Myndin er af vef Háskólans í Reykjavík, síða sem áður sýndi dagskrá fundar um hvalveiðar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí