Kennir verktaka um ólyktina í Mjódd – Ætlar að fá nýjan og setja honum skilyrði

Allt sem gengur illa hjá Reykjavíkurborg reynist á endanum vera verktökum að kenna. Það skiptir engu hvort það er snjómoskstur, að hirða rusl eða halda úti skiptistöð fyrir Strætó. Í það minnsta er það að verða kunnulegt stef þegar gengið er á starfsmenn borgarinnar vegna einhvers sem er ekki að virka í borginni. Hvort ástæðan fyrir því sé stórfelld verktakavæðing alls í Reykjavík, í raun einkavæðing allrar þjónustu, eða almenn vanhæfni verktaka er erfitt að svara.

En þó það sé búið að verktakavæða flest skítaverk borgarinnar þá geta silkihúfurnar ekki fríað sig ábyrgð. Það sést vel í nýjasta dæminum um þetta. Í vikunni  vakti Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, athygli á því að skiptistöðin í Mjódd í Breiðholtinu er ekki opin í takt við ferðir Strætó. Salernin hafa svo verið lokuð í lengri tíma og er óneitanleg ólykt við stöðina.

Það hefur svo komið í ljós að þessi skiptistöð er á ábyrgð Reykjavíkurborgar, en verktaki var fenginn til að sjá um stöðina. Óli Jón Hertervig, skrifstofustjóri eignaskrifstofu Reykjavíkurborgar, lofar hins vegar bót og betrun í viðtali við RÚV. Hann kennir verktakanum um ástandið, líkt og fyrr segir, en svo heppilega vill til að samningurinn við hann er að renna sitt skeið. Þá ætlar Óli Jón að fá nýjan verktaka og þá mun aðstaðan gjörbreytast. En hver verður munurinn á nýja og gamla verktakanum? Jú, nú ætlar Óli Jón að setja nokkur skilyrði:

„Það er í fyrsta lagi opnunartíminn, við ætlum að lengja hann og síðan er það salernismál, að reka salerni, og síðan er það að vera með eitthvað til sölu, mögulega samlokur og eitthvað slíkt.“

Hann segir að borgin muni auglýsa eftir nýjum rekstraraðila á næstu vikum. Svo eftir sirka tvo mánuði mun nýr verktaki taka við stöðinni og sá verður örugglega betri. Enda með skýra verklýsingu.      

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí