„Loksins er komið að því að þessi sorglegi staður verði aflagður“

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti í morgun á blaðamananfundi á Litla-Hrauni að til standi að loka fangelsinu eftir að nýtt fangelsi hefur verið byggt. Guðrún sagði meðal annars að „dagar Litla-Hrauns eins og við þekkjum í dag eru liðnir“. Þessu fagna þeir sem hafa látið sig málefni fanga varða, líkt og Tolli Morthens listmálari.  

Tolli segist á Facebook afskaplega glaður að heyra þessar fréttir. „Gladdist innilega í morgunn við að heyra það að Litla Hraun verði lokað og farið verði í að byggja nýtt fangelsi á grundvelli þeirra hugmynda sem samstarfshópur sem settur var af síðustu ríkistjórn vann að , þe að virðing og kærleikur verði hafður að leiðarljósi í fangelsismálum,“ segir Tolli.

Hann segir þetta hafa verið ástríðumál hjá sér lengi vel. „Hef mumlað þessa möntru í gegnum árin „auk þess legg ég til að Litla Hraun verði lagt í eyði “ og loksins er komið að því að þessi sorglegi staður verði aflagður til blessunar bæði fyrir starfsfólk sem skjólstæðinga,“ segir Tolli.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí