Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti í morgun á blaðamananfundi á Litla-Hrauni að til standi að loka fangelsinu eftir að nýtt fangelsi hefur verið byggt. Guðrún sagði meðal annars að „dagar Litla-Hrauns eins og við þekkjum í dag eru liðnir“. Þessu fagna þeir sem hafa látið sig málefni fanga varða, líkt og Tolli Morthens listmálari.
Tolli segist á Facebook afskaplega glaður að heyra þessar fréttir. „Gladdist innilega í morgunn við að heyra það að Litla Hraun verði lokað og farið verði í að byggja nýtt fangelsi á grundvelli þeirra hugmynda sem samstarfshópur sem settur var af síðustu ríkistjórn vann að , þe að virðing og kærleikur verði hafður að leiðarljósi í fangelsismálum,“ segir Tolli.
Hann segir þetta hafa verið ástríðumál hjá sér lengi vel. „Hef mumlað þessa möntru í gegnum árin „auk þess legg ég til að Litla Hraun verði lagt í eyði “ og loksins er komið að því að þessi sorglegi staður verði aflagður til blessunar bæði fyrir starfsfólk sem skjólstæðinga,“ segir Tolli.