Matur hækkar án ástæðu: „Þarna finnið þið ástæðu þess, að illa hefur gengið að ná verðbólgunni“

ASÍ birti í gær nýjustu tölur úr verðlagseftirlit sínu og var niðurstaðan sú að verð heldur áfram að hækka. Flestir sem versla í matinn hafa vafalaust tekið eftir því fyrir löngu. ASÍ benti þó að að verðhækkanir voru á bilinu 6 til 19 prósent, eftir verslun, miðað við sama tíma í fyrra. En Marinó G. Njálsson samfélagsrýnir bendir á í pistli á Facebook að krónan sé nú svipað sterk og hún var í fyrra. Matvöruverslanir séu einfaldlega að hækka verð án þess að hafa sterk rök fyrir því. Þar megi finna eina ástæðu þess að það gengur illa að ná taki á verðbólgunni.

Hér fyrir neðan má lesa pistil Marinós í heild sinni.

Ég var um daginn aðeins að narta í hælana á forstjóra Haga, þar sem hann sagði matvöruverð ekki hátt á Íslandi sem hlutfall af ráðstöfunartekjum.  ASÍ hefur birt verðkönnun, sem framkvæmd var í síðustu viku.  Í ljós kemur að matarkarfa ASÍ hækkaði um 12,3% í Bónus á 46 vikum (frá 17. október 2022) sem jafngildir 13,9% árshækkun og um 16,0% í Hagkaup, sem jafngildir 18,1% á ársgrunni.  Kostnaður þeirra vegna launakostnaðar almennra starfsmanna þessara fyrirtækja hækkaði um líklega 1,5% á sama tíma.  Sé þetta borið saman við hækkun launavísitölu síðustu 12 mánaða, sem var (ef ég man rétt) um 11,5%, þá er hækkun matarkörfunnar hjá Hagkaup 57,4% meiri en hækkun launavísitölunnar.  Það er nokkuð vel af sér vikið hjá fyrirtæki sem er að stórum hluta í eigu lífeyrissjóðanna.

Hjá samkeppninni, sem Bónus og Hagkaup vilja miða sig við, þá hækkað matarkarfan um 6,5% (7,3% á ársgrunni) hjá Fjarðarkaupum, 8,0% (9,0% á ársgrunni) hjá Heimkaupum, 10,1% (11,4% á ársgrunni) og 10,6% (12,0% á ársgrunni) hjá Nettó.  Þrjú þeirra héldu sér undir hækkun launavísitölunnar og það fjórða rétt fyrir ofan.  Vissulega er Bónus enn með ódýrustu matarkörfuna, en þess verður ekki lengi að bíða, að græðgi stjórnenda og eigenda Haga verður til þess að Bónus verði þriðja lægst.

Samkvæmt gengisskráningu Seðlabankans er krónan á svipuðu róli núna og í október í fyrra, þannig að ekki er veiking krónunnar að toga upp vöruverð.  Nei, staðreyndin er, eins og oft áður, þá gengur einstaklega illa hjá matvöruverslunarkeðjunum að sleppa takinu af verðhækkunum og þær hanga á þeim eins og hundur á roði.

Skilaboð til Seðlabankans.  Þarna finnið þið ástæðu þess, að illa hefur gengið að ná verðbólgunni niður.  Lækkunartakkinn er greinilega bilaður hjá matvörukeðjunum og þær hamast á hækkunartakkanum í þeim misskilningi að virkni hans breytist.  1,5% hækkun vegna launakostnaðar nær ekki einu sinni að vera 1/10 af hækkun matarkörfunnar.  Hættið því að hamast í launþegahreyfingunum og kallið eftir því að stór fákeppnisfyrirtækin á markaði sýni ábyrgð.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí