Mikið þrengt að börnum í leikskóla, aðeins tæpir 2 fermetrar á hvert barn

Börn 6. sep 2023

Húsfyllir var á fyrirlestri Harðar Svavarssonar, skólastjóra Aðalþings, á EECERA ráðstefnunni sem fram fór í Lissabon í Portúgal í liðinni viku. Ráðstefna þessi er allajafna fjölmenn og svo var einnig nú; þátttakendur um 1100, þar af um hundrað manna hópur frá Íslandi. 

Hörður fjallaði í sínum fyrirlestri um niðurstöður rannsóknar sinnar um leikrými leikskólabarna. Börnin í veggjunum – um rými barna í leikskólum var titill rannsóknarinnar og var hún styrkt af Rannsóknasjóði KÍ

Hörður greindi frá því að hvert leikskólabarn hefur að jafnaði 2,4 fermetra leikrými innan leikskóladeildar. Inni í fermetratölunni eru lausir munir, borð stólar og fullorðnir. Ef gert er ráð fyrir að fullorðnir taki pláss þá er leikrými innan deildar 1,9 fermetrar á hvern einstakling. 

Erindi Harðar vakti mikla athygli og spunnust líflegar og djúpar umræður í kjölfarið. Meðal annars var spurt hvort pólitíkin á Íslandi viti af því hve lítið rými börnin hafa og hvort foreldrar viti af aðstæðum í leikskólum.

„Rannsóknin sem ég gerði leiddi í ljós að börn hafa minna rými en okkur óraði fyrir, en það skýrir líka af hverju starfsfólk leikskóla upplifir gríðarlegt álag, hávaða og áreiti í vinnunni sinni. En rannsóknin gefur líka vísbendingar um hvernig rýmið hefur þróast í að verða svona lítið,“ segir Hörður. 

Lesa grein Harðar um rannsóknina sem birt var í Skólavörðunni og á vef KÍ. 

Þá er vert að geta þess að Félag leikskólakennara og Félag stjórnenda leikskóla sendu í vor áskorun til mennta- og barnamálaráðherra þar sem farið var fram á að rými barna til leiks yrði aukið. 

Frétt af vef Kennarasambandsins

Hörður kom að Rauða borðinu í fyrra og ræddi þar meðal annars þessar rannsóknir. Hér má sjá og heyra samtalið:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí