Mótmæltu við þingsetningu: „Strandveiðimenn eru að lenda í raun hreinu ofbeldi“

Ólafur Jónsson, eða Óli Ufsi eins og hann er oft kallaður, fyrrverandi skipstjóri, segir strandveiðimenn hafa mótmælt við þingsetingu í dag. Á Facebook birtir hann myndina sem má sjá hér fyrir ofan. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem strandveiðimenn mótmæla en þeir hafa ítrekað skorað á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að endurskoða ákvörðun sína um að stöðva strandveiðar.

Ólafur segir það einfaldlega skítamix hjá Svandísi. „Strandveiðimenn eru að lenda í því furðulega máli og í raun hreinu ofbeldi í ferli verkefna. SKITAMIXI Svandísar Svavarsdóttur, sem þrátt fyrir að úrsögn smábátasjómanna og frjálsra fiskframleiðenda úr nefndarstörfum verkefnisins þýðir EKKERT ANNAÐ EN ENDAPUNKT á þessu SKÍTAMIXI. Sem á undirförlan hátt var laumað í hendur ráðherra, og því mótmælt við þingsetningu. Mótmældum sérstaklega verklagi Eggerts Benediktsonar, sem kom sem bónus með þessu SKÍTAMIXI frá SFS,“ skrifar Ólafur.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí