Neyðarblys: Réttur barna að engu hafður hér á landi!

Samtökin Réttur barna á flótta skjóta nú upp neyðarblysi vegna óréttmætra brottvísana á börnum og ómannúðlegrar málsmeðferðar, óboðlegrar afstöðu til barna og fjölskyldna á flótta. Átta barna móðir er ein þeirra sem búið og beðið hér á landi eftir málefnalegri málsmeðferð og verður nú vísað til baka í búðir þar sem ríkir algjört neyðarástand.

,,Stjórnvöld eru nú að skipuleggja brottvísun á einstæðri móðir með 8 börn (6 undir lögaldri) þrátt fyrir að elsta dóttirin sé í geðrofi og 10 ára stelpan sé flogaveik. Fjölskyldan var flutt 4. september í Bæjarhraun 16 sem er á vegum Ríkislögreglustjóra. Þar eru aðstæður sérstaklega slæmar fyrir börn og andleg staða barnanna hefur versnað verulega. Börnin á grunnskólaaldri í þessari fjölskyldu hafa aldrei fengið að fara í skóla á því tæplega 9 mánaða tímabili sem þau hafa dvalið á Íslandi. Börn á flótta hafa sömu réttindi og önnur börn á Íslandi, hvað varðar menntun, leik, heilbrigðisþjónustu en líka öryggi. Veik börn eru sérstaklega viðkvæm og við mótmælum brottvísun þeirra, slíkt felur í sér framlengingu á óvissu og óöryggi og endar oftar en ekki í heimilisleysi, ofbeldi og misnotkun á börnum.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí