Eigendur atvinnuhúsnæðis er enn að græða á sérstökum aðgerðum sem Reykjavíkurborg setti vegna COVID heimsfaraldursins. Þeir njóta enn afslátts á fasteignasköttum þó COVID sé í hugum flestra nú einungis slæm minning. Talið er að Reykjavíkurborg verði af um 500 milljónum króna á ári vegna þessa. Rétt er að ítreka að í flestum tilvikum eru það fyrirtæki sem fá þennan afslátt. Engin afsláttur var gefinn á fasteignaskatti af íbúðarhúsnæði.
Sósíalistar í Reykjavík hafa lagt fram tillögu um að þetta verði leiðrétt, að fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði verði sá sami og hann var fyrir COVID. Í greinagerð segir: „Fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði voru lækkaðir árið 2021 þar sem borgin kynnti slíkt sem hluta af viðbrögðum vegna áhrifa COVID heimsfaraldurs. Árið 2021 var tekjutap borgarinnar vegna þess um 450 milljónir. Samkvæmt gróflegri áætlun er tekjutapið vegna þessa um 470 milljónir árið 2022 og rúmlega 500 milljónir á þessu ári. Áætla má að hækkun fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði vegna ársins 2024 geti skilað borgarsjóði vel yfir 500 milljónum.“