Reykjavíkurborg enn að veita 500 milljóna COVID-afslátt til fyrirtækja

Eigendur atvinnuhúsnæðis er enn að græða á sérstökum aðgerðum sem Reykjavíkurborg setti vegna COVID heimsfaraldursins. Þeir njóta enn afslátts á fasteignasköttum þó COVID sé í hugum flestra nú einungis slæm minning. Talið er að Reykjavíkurborg verði af um 500 milljónum króna á ári vegna þessa. Rétt er að ítreka að í flestum tilvikum eru það fyrirtæki sem fá þennan afslátt. Engin afsláttur var gefinn á fasteignaskatti af íbúðarhúsnæði.

Sósíalistar í Reykjavík hafa lagt fram tillögu um að þetta verði leiðrétt, að fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði verði sá sami og hann var fyrir COVID. Í greinagerð segir: „Fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði voru lækkaðir árið 2021 þar sem borgin kynnti slíkt sem hluta af viðbrögðum vegna áhrifa COVID heimsfaraldurs. Árið 2021 var tekjutap borgarinnar vegna þess um 450 milljónir. Samkvæmt gróflegri áætlun er tekjutapið vegna þessa um 470 milljónir árið 2022 og rúmlega 500 milljónir á þessu ári. Áætla má að hækkun fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði vegna ársins 2024 geti skilað borgarsjóði vel yfir 500 milljónum.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí