Reykjavíkurborg græðir tugi milljóna af Perlunni en samt vilja þau einkavæða hana

Frá því að Reykjavíkurborg tók við rekstri Perlunnar hefur orðið algjör viðsnúningur og eru tekjur borgarinnar af henni umtalsverðar ár hvert. Í fyrra voru útgjöld tengd Perlunni um 92 milljónir króna en tekjurnar voru hins vegar um 200 milljónir. Það þýðir að Reykjavíkurborg græðir ár hvert um 108 milljónir króna á Perlunni. Þrátt fyrir þetta þá hefur meirihlutinn í Reykjavík ákveðið að hefja söluferli á Perlunni auk tveggja vatnstanka í Öskjuhlíð.

Það er þó óvíst hvort nokkur vilji kaupa hana en Orkuveitan átti hana þar til ársins 2013. Þá reyndi hún að selja hana, en það misheppnaðist og endaði með því að Reykjavíkurborg fékk hana „að gjöf“. Þá voru líklegustu kaupendurnir Rússar sem vildu opna spilavíti í Perlunni. Hver getur dæmt fyrir sig um hvort borginni væri betur búið ef þau áform hefðu gengið eftir.

Svo má benda á að það að reksturinn í Perlunni virðist ganga illa án aðkomu borgarinnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri raunar segir það beinum orðum í greinagerð um mögulega sölu Perlunnar: „Þegar Reykjavíkurborg keypti Perluna stóð rekstur fasteignarinnar ekki undir sér og tekjur voru rétt nægjanlegar fyrir fasteignagjöldum og lóðarleigu. Því var greitt með fasteigninni. Reykjavíkurborg tókst eftir opið auglýsingaferli að tryggja not hússins sem nú hýsir fjölsótta náttúru- og vísindasýningu, auk veitingarekstrar.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí