Ríkið semur við Rauða krossinn um tímabundna neyðarþjónustu fyrir úthýst flóttafólk

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur gert samkomulag við Rauða krossinn á Íslandi um neyðaraðstoð við það fólk sem stjórnvöld úthýstu í sumar, í krafti nýrra útlendingalaga, það er fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd en ekki er unnt að brottvísa. Þetta kemur fram í tilkynningu ráðuneytisins í dag, miðvikudag.

Fulltrúar félagasamtaka hafa lýst stöðunni sem fólkið var sett í sem mannúðarkrísu. Samkomulag ríkisins við Rauða krossinn er tímabundið. Um er að ræða lágmarksþjónustu, samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins: „gistingu og fæði í samræmi við það sem almennt tíðkast í gistiskýlum fyrir heimilislaust fólk“ ásamt því sem „varðar hámarksdvalartíma hvers einstaklings á sólarhring í viðkomandi gistiúrræði sem og fjölda máltíða á sólarhring“.

Í tilkynningunni kemur fram að ráðherra hafi sent tilmæli til félagsþjónustu sveitarfélaganna um málið, Samband íslenskra sveitarfélaga hafi verið upplýst. Þá sé skýrt kveðið á um hvað komi til endurgreiðslu úr ríkissjóði vegna aðstoðar sveitarfélaga við fólk í þessari stöðu. Gert er ráð fyrir að sveitarfélög geti vísað fólki til Rauða krossins í lok þessarar viku, segir þar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí