Samkeppniseftirlitið varaði við neikvæðum áhrifum styrkja til einkarekinna fjölmiðla

Í umsögn Samkeppniseftirlitsins um breytingar á lögum um fjölmiðla sem heimilaði styrkveitingar til einkarekinna miðla var varað við því fyrirkomulagi sem varð ofan á. Samkeppniseftirlitið benti á að hætta væri á að fjölmiðlar sem ættu í samkeppni við þá miðla sem njóta styrkja yrðu fyrir skertri samkeppnisstöðu.

Samkeppniseftirlitið benti á nokkur atriði, svo sem skilyrði um efnistök, útgáfutíðni og fjölda starfsmanna yrði til þess að erfiðara yrði að stofna nýja fjölmiðla. Samkeppniseftirlitið benti ekki á hversu lengi fjölmiðlar þurfa að vera í fullum rekstri, en þau skilyrði hafa til dæmis mikil áhrif á Samstöðina.

Reglurnar eru þannig að ef miðill er skráður snemma árs 2023, eins og á við um Samstöðina, þá eru ekki forsendur til umsóknar fyrr en eftir heilt rekstrarár, það er 2024. Og það ár er þá notað sem grundvöllur fyrir styrk fyrir árið 2025. Þá hefur miðilinn verið í samkeppni við aðra miðla sem njóta styrkja í tvö ár. Þannig virka fjölmiðlastyrkirnir sem aðgangshindrun í raun, gera nýjum miðlum erfiðara fyrir.

Nú er erfitt að meta við hvern Samstöðin er að glíma. Tökum dæmi af Viðskiptablaðinu. Það fékk 25 m.kr. í fyrra og 27 m.kr. ári fyrr, samtals 58,5 m.kr. a núvirði. Þetta væri þá framlag sem Viðskiptablaðið nýtur af skattfé landsmanna á meðan Samstöðin fær ekkert. Þetta eru um 2,4 m.kr. á mánuði, sem myndu umbreyta getu Samstöðvarinnar til að framleiða og útvarpa efni.

Samstöðin er fyrst og fremst rekin fyrir áskriftir og það er markmið hennar að byggja upp áskriftir svo að þær standi undir rekstrinum ásamt hóflegum auglýsingum. Og eftir tvö ár má reikna með að Samstöðin fái styrki frá ríkinu eins og aðrir miðlar. Kerfið er hins vegar þannig að á uppbyggingartímanum, þegar reksturinn er erfiðastur, þá fær nýr miðill ekki styrki á meðan eldri miðlar njóta styrkjanna. Í slíku umhverfi er vandséð hvernig nýir miðlar eiga að lifa af, þá göngu sem þeir verða að fara áður en þeir eru hæfir til að fá styrk samkvæmt þeim reglum sem stjórnvöld hafa sett.

Eina leið Samstöðvarinnar er að leita til almennings, um að gerast áskrifendur að stöðunni. Áskriftin er frá tvö þúsund krónum á mánuði. Fólk getur skráð síg hér: Áskrift.

Þau sem vilja styrkja Samstöðina beint geta lagt inn á reikning Alþýðufélagsins, sem er félag áskrifenda að Samstöðinni: Bankanúmer: 1161-26-001669 Kennitala: 550891-1669

Myndin er af Lilju Alfreðsdóttur menningarráðherra sem leitt hefur mótað fjölmiðlastyrkina.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí