Segir skipafélögin hafa framið glæp gegn íslensku þjóðinni

Auðvaldið 5. sep 2023

„Eftir að hafa lesið samantekt um samkeppnisbrot Eimskips og Samskipa þá er ljóst að hér er um stórglæp gagnvart íslensku þjóðinni,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins. „Gögn málsins sýna að Samskip og Eimskip höfðu a.m.k. frá árinu 2001 átt í tilteknu ólögmætu samráði, en alvarlegustu brot þessa máls hófust í aðdraganda efnahagshrunsins á árinu 2008. En frá árinu 2009 til 2013 áttu stjórnendur skipafélaganna 160 samskipti þar sem fjallað var um að brjóta amkeppnislög með skelfilegum afleiðingum fyrir íslenska neytendur.“

„Lestur þessar samantektar er með ólíkindum og ljóst að skipafélögin hafa stórskaðað þau fyrirtæki sem þau sviku, en að sjálfsögðu er það síðan almenningur sem situr upp með tjónið því fyrirtæki varpa svona kostnaðarhækkunum beint út í verðlagið,“ skrifar Vilhjálmur á Facebook-síðu sína. „Síðan er spurning hvaða áhrif hafi þessi glæpur skipafélaganna á neysluvísitöluna en það er ljóst að hækkun á flutningskostnaði fer að sjálfsögðu beint út í verðlagið sem hækkar síðan verðtryggðarskuldir heimilanna.“

„Hér er um stórglæp gagnvart íslenskum neytendum um að ræða, enda hefur Samkeppniseftirlitið í þrígang við rannsókn málsins beint kærum til embættis héraðssaksóknara vegna tiltekinna starfsmanna Samskipa og Eimskips,“ bendir Vilhjálmur á. Hann segir að við rannsókn héraðssaksóknara hafi tveir stjórnendur Samskipa og tveir stjórnendur Eimskips fengið réttarstöðu sakbornings. Samkvæmt upplýsingum Samkeppniseftirlitsins hafi viðkomandi einstaklingar enn réttarstöðu sakbornings.

„Nú verð ég að segja í ljósi þess að lífeyrissjóðir launafólks eiga stóran hlut í Eimskip og eftir lestur á þessum svívirðilega glæp Eimskips og Samskips þá getur ekki annað verið en að lífeyrissjóðirnir allir selji hlut sinn í þessum fyrirtækjum. Annað er að mínum dómi óhugsandi enda hafa þau stórskaðað sjóðfélaga sem eiga þessa lífeyrissjóði með framferði sínu,“ segir Vilhjálmur. „Það liggur algerlega fyrir að framferði skipafélaganna er brot á öllum siðareglum sem gilda um fjárfestingar lífeyrissjóðanna í fyrirtækjum.“

Vilhjálmur birtir síðan valin brot úr samantekt Samkeppniseftirlitsins á Facebook-síðu sinni og bendir á að fyrirtækin hafi verið stórfelld og beinst að mörgum fyrirtækjum, þar á meðal þessum: Ölgerðin, Vífilfell, Innes, Norðlensk, Aðföng, Húsasmiðjan, Rúmfatalagerinn, Norðurál, Elkem og Askja.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí