Sigrún er fyrrverandi sjúkraliði en borgar meira í útsvar en Þorsteinn: „Þetta er svo svívirðilegt“

„Þetta er svo svívirðilegt,“ segir Sigrún Jónsdóttir í samtali við Samstöðina en hún komst að því að hún borgar hlutfallslega hærra útsvar til Reykjavíkur en Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri útgerðarfyrirtækisins Samherja, borgar til Akureyrar. Sigrún greinir frá þessu á Facebook en þar skrifar hún:

„Ég get með stolti upplýst að ég borga hlutfallslega hærra útsvar til Reykjavíkur en Þorsteinn Már eigandi Samherja borgarí útsvar til Akureyrar. Ég veit að þið trúið mér ekki… en hann borgar ekki krónu í útsvar af fjármagnstekjum! Ég er fyrrverandi sjúkraliði með skertar lífeyrirstekjur og lífeyrissjóð láglaunakonu. Ég borga mitt útsvar með ánægju en það verður að segjast að við venjulega launafólkið getum ekki staðið undir útgjöldum bæjarfélagsins okkar. Svo var ég að sjá að Þorsteinn greyið hafi verið að fá 100 milljónir í fátækrastyrk frá ríkissjóði.“

Sigrún birtir svo myndina sem sjá má hér fyrir neðan máli sínu til stuðnings.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí