„Alls voru um 229.300 einstaklingar starfandi á íslenskum vinnumarkaði í júlí 2023 samkvæmt skrám. Starfandi einstaklingum fjölgaði um 7.900 á milli ára sem samsvarar 3,6% fjölgun. Fjöldi starfandi innflytjenda var um 51.700 í júlí og fjölgaði um tæplega 6.900 á milli ára,“ segir í tilkynningu Hagstofu.
Af þessu sést að hagvöxturinn á Íslandi er fyrst og fremst rekinn áfram af innflytjendum. Af þessum 7.900 nýju störfum hafa innflytjendur fyllt rúm 87%. Innfæddir hafa aðeins ráðið sig til tæplega 13% nýrra starfa.
Innflytjendur voru í júlí 22,5% af vinnumarkaðnum, var 20,2% í júlí í fyrra og 17,5% 2021.
Hér má sjá vinnumarkaðinn á Íslandi frá 2005, skipt eftir innfæddum og innflytjendum:
Árið 2005 voru innflytjendur 6,1% af vinnumarkaðnum. Síðan hefur innfæddum á vinnumarkaði fjölgað um 36.123 eða um 25,5%. Innflytjendum hefur hins vegar fjölgað um 42.467 eða um 460,6%.