Þau borga sem njóta að pissa árið ’18, en nú úti í runna árið ’23

Ótrúlegur hringlandaháttur varðandi opnunartíma stærstu almenningssamgöngustöðvar í Reykjavík. Frá því árið 2019 að Strætó bs. skilaði skrifstofurými sínu að Þönglabakka 4 til Reykjavíkurborgar hefur opnunartími verið mjög breytilegur allt frá því að vera frá 6 til miðnættis en er núna 8 til 18 alla daga, en þá er ekki hægt að treysta á það því oft klikkar eitthvað.

Áður í sögunni, áður en reksturinn var boðinn út, var Strætó með skrifstofur á efri hæðinni, upplýsingaþjónustu og miðasölu fyrir farþega í biðsal, símaþjónustuver og mötuneyti fyrir starfsfólk. Til dæmis árið 1997 var tekið í notkun nýtt leiðarkerfi fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Þá var opið frá 6 morgnanna til miðnættis. Þá undir merkjun SVR eða Strætisvagnar Reykjavíkur. Það var metnaður hjá Strætó árið 2003, eftir endurbætur á skiptistöðinni var opið frá klukkan 5:30 til 24: 30.

Árið 2018 var lokað tímabundið til að breyta og „bæta“. Þá fékk einhver hjá Eignaskrifstofu Reykjavíkur þá hugmynd að setja upp gjaldhlið á klósettin í biðsal farþega, því að „þau sem njóta eiga auðvitað að borga“. Um þetta er hægt að lesa á vefsíðu VerkÍs. Þá var búið að finna rekstraraðila til að byrja innheimtu þessa gjalds á mannlegri þörfum farþega. Rétt er að taka það fram að þá höfðu þessi klósett verið lokuð um árabil því menn sáu sér ekki fært að reka klósett fyrir almenning án þess að rukka 200 krónur fyrir innlitið. Sannir Landvættir sem er í eigu Verkís og Bergrisa hugbúnaðar ehf. reyndu fyrir sér í um ár að rukka fyrir pissuferðir í um það bil ár. Hægt er að lesa um byrjun þessa hér í Fréttablaðinu nóvember 2017

Mynd af síðu Verkís

Ekki veit fréttaritari hvernig þessi rekstur gekk og hvort hann hafi skilað viðunandi framlegð, en búnaðurinn er þarna enn þá að hluta til.

Um svipað leyti tók Bæjarins Beztu pylsur að sér rekstur sjoppu og fór fljótlega í það að skerða opnunartíma biðsal farþega. Því hafa farþegar þurft að bíða í kulda, snjóstormi úti við um helgar og kvölin.  Og auðvitað þurft að gera þarfir sínar í runnum og bak við gáma.

Klósettin hafa líka verið oft lokuð þennan tíma frá 2019 til dagsins í dag. Heimildarmenn fréttaritar tjá líka að það sé mjög svo tilviljunarkennt hvort það sé opnað klukkan 8 á morgnana. Oft eru upplýsingaskjáir bilaðir sem eiga að sýna brottfarir og komur strætisvagna á skiptistöðina. Það má spyrja sig hvort þetta þjónustuleysi við almenning sé vegna einkavæðingar eða vanhæfni Eignarskrifstofu Reykjavíkur, um það skal fréttaritari ekki dæma.

Samstöðin mun á næstu dögum og vikum halda áfram að fjalla um málefni þessarar skiptistöðvar sem á sér langa sögu frá árinu 1989 þegar Strætisvagnar Reykjavíkur og Pósturinn stóðu að byggingu þessa húss að Þönglabakka 4.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí