Tilkynna að Perlan sé til sölu áður en það var samþykkt – Borgin yrði af miklum tekjum við sölu

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði, eignaskrifstofu, að hefja söluferli á Perlunni auk tveggja vatnstanka í Öskjuhlíð. Fréttatilkynning vegna þessa var svo send til allra fjölmiðla. Svo virðist þó sem meirihlutinn í Reykjavík hafi hlaupið á sig, því tillagan þarf að fara fyrir borgarstjórn. Ástæðan fyrir þessu er að Sósíalistar í Reykjavík kusu gegn því að selja Perluna. Ástæðan fyrir því er meðal annars að með því að selja Perluna þá yrðu borgarbúar af talsverðum tekjum á ári hverju. Borgin fær um 20 milljónir króna á hverjum mánuði, 240 milljónir á ári, í leigutekjur.

„Tilkynnt er á síðu Reykjavíkur að Perlan sé komin í söluferli. Það stenst ekki. Sósíalistar greiddu atkvæði gegn tillögunni og þarf hún því að fara fyrir borgarstjórn. Það er ekki hægt að hefja söluferli nema slíkt sé samþykkt á þeim vettvangi. Meirihlutinn vanvirðir þann lýðræðislega vettvang sem borgarstjórn er með því ítrekað að tilkynna um ákvarðanir sem hafa ekki fengið staðfestingu hennar,“ segir tilkynningu Sósíalista, sem heldur áfram:

„Sósíalistar eru á móti einkavæðingu Perlunnar. Byggingin er eitt af kennileitum borgarinnar og hefur þar að auki skilað Reykjavík umtalsverðum tekjum. Með sölu á henni er ljóst að borgin verður af miklum fjárhæðum til lengri tíma litið. Á sama tíma sjáum við gjaldskrár hækka á íbúa og niðurskurð á grunnþjónustu. Borginni veitir ekki af hverri krónu, og því væri það slæm ákvörðun að selja byggingu sem aflar tekna.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí