Vikan á Samstöðinni: Ítarleg samfélagsumræða

Fjölmiðlar 24. sep 2023

Nálgast má efni Samstöðvarinnar á vefnum samstodin.is, á youtube, á Facebook, í útvarpinu á fm 89,1 á suðversturhorninu og á spilarinn.is. Þættir Samstöðvarinnar eru aðgengilegir í öllum hlaðvarpsveitum undir nafni þáttanna en einnig undir nafni Samstöðvarinnar, þar sem allir þættirnir birtast. Í liðinni viku voru sendir út ellefu þættir þar sem rætt var við stóran hóp af fólki.

Það sem vilja styrkja Samstöðina og ýta undir vöxt hennar geta gerst áskrifendur hér: Áskrift.

Hér að neðan má sjá þætti liðinna viku:

Mánudagurinn 18. september
Kvóti, hjólabúa, þari og Samtökin ’78

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra var hjá Sonum Egils í gær að ræða breytingar á sjávarútvegsstefnunni. Við fáum á Kjartan Sveinsson formann Strandveiðifélasins, Arthúr Bogason, formann Landssambands smábátaeigenda og Arnar Atlason formann Samtaka fiskframleiðenda til að leggja mat á erindi ráðherrans og líkurnar á að einhverjar breytingar verði gerðar. Það er stríð í Reykjavík, milli borgaryfirvalda og fólks sem býr í hjólhýsum og húsbílum. Við ræðum við annan stríðsaðilann, hjólabúanna Bergþóru Pálsdóttur og Geirdísi Hönnu Kristjánsdóttur. Oddný Eir ræðir síðan við Guðrúnu Hallgrímsdóttur um þara og hvað hann getur gert fyrir okkur. Og í lokin kemur Hörður Torfason og segir okkur frá aðdragandanum að stofnun Samtökunum ’78.

Efnahagspólitík og fátækt

Í Rauðum raunveruleika kemur borgarfulltrúi okkar og ungi sósíalistinn Sanna Magdalena Mörtudóttir. Við ræðum um borgarmálin, fátækt, velferð og efnahagspólitík meirihlutans. Sósíalistar í borginni munu leggja til að fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði verði leiðréttir frá síðustu lækkun sem varð í Covid-faraldrinum. Hækkunin yrði ekki nema um 0,05% en myndi skila borginni um 500 milljónum króna yfir næsta ár. Þátturinn er í umsjón Anítu Da Silva Bjarnadóttur, Karls Héðins Kristjánssonar og Olivers Axfjarðar Sveinssonar.

Þriðjudagurinn 19. september
Helvítis kvótinn, húsnæðiskreppan og kirkjan

Við höldum áfram að ræða kvótann og sjávarútvegsstefnuna, nú við manninn af götunni. Atli Hermansson hafnarvörður hefur starfað við sjó án þess að vera sjómaður og hefur margskonar reynslu af kvótakerfinu og séð spillinguna í kringum það. Ólafur Margeirsson hagfræðingur heldur úti rannsóknum á húsnæðismarkaðnum og bendir á veikleika hans. Við ræðum við hann um íbúðaþörfina og íbúðaskortinn. Þegar ríkisvaldið hendir fólki á götuna án bjarga særir það siðferðiskennd margra. Við spyrjum Hjalta Hugason guðfræðiprófessor hvað Jesús myndi gera og hvort kirkjan eigi að bregðast eins við. Og líka um hvers konar biskup kirkjan þarf á að halda.

Miðvikudagur 20. september
Hvað er málið með kvennabaráttuna

Kristín Ástgeirsdóttir, fyrrum framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, Kvennalistakona og Rauðsokka með meiru kom til að ræða stöðu kvennabaráttunnar fyrr og nú og hvað þarf til að missa ekki móðinn og halda áfram.

Fimmtudagurinn 21. september
Fjármálastöðugleika, Seyðisfjörður, SÁÁ og umbreytingarmáttur

Við fáum Ásgeir Brynjar Torfason til að útskýra fyrir okkar hvaða fjármálastöðugleika Seðlabankinn er að innleiða og tala um. Við förum með Rauða borðið og ræðum um bæinn, öryggi, störf, laxa, göng og heilbrigðiskerfi við Hildi Þórisdóttur, Þóru Bergnýju Guðmundsdóttur, Snorra Emilsson og Benediktu Guðrúnu Svavarsdóttur. Sigmar Guðmundsson fór á Vog í sumar og upplifði afleiðingar af lokun SÁÁ á þjónustu yfir sumarið. Hann skilur ekki hvers vegna stjórnvöld efla ekki meðferðina. Oddný Eir Ævarsdóttir ræðir í lokin við Björgu Árnadóttur, rithöfund, blaðamann og kennara um umbreytingarmátt samfélagslista.

Föstudagurinn 22. september
Borgarbúi fær nóg

Borgarstjórn felldi í vikunni tillögu sósíalista um 0,05% hækkun gjalda á fyrirtæki, í þá upphæð sem hún var í fyrir covid heimsfaraldurinn. Þannig hefði borgin getað fengið rúman hálfan milljarða á ári, næstu ár. Sárleg þörf er á fjármunum í grunnþjónustu borgarinnar sem hefur verið skorin niður á síðustu misserum. Meirihlutinn vildi ekki horfast í augu við þessa stöðu og felldu tillöguna. Anita Da Silva Bjarnadóttir sem á heima í Reykjavík fylgdist með fundinum í vikunni. Við ætlum að ræða við hana um stöðuna í borginni og hvernig hún birtist íbúum.

Vikuskammtur: Vika 38

Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Freyr Eyjólfsson upplýsingafulltrúi, Ingibjörg Magnadóttir myndlistarkona, María Hjálmtýsdóttir kynjafræðikennari og Stefán Pálsson sagnfræðingur og ræða fréttir vikunnar sem einkenndist af menningarstríði og allskyns deilum.

Laugardagurinn 23. september
Helgi-spjall: Guðrún Eva Mínervudóttir

Í Helgi-spjalli við Rauða borðið segir Guðrún Eva Mínervudóttir frá sjálfri sér, sínu fólki, listinni og ástinni, en líka kynslóðavilltu fólki, viðkvæmum blómum í köldum heimi, voninni og mikilvægi þess að ganga mót lífinu með opið hjarta.

Jeremy Corbyn: Hvers vegna þörf er á sósíalisma

Jeremy Corbyn, fyrrum leiðtogi breska Verkamannaflokksins, verður með hádegiserindi í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík á laugardaginn 23. september klukkan 12 í fundaröð Ögmundar Jónassonar, Til róttækrar skoðunar. Á fundinum færir Corbyn rök fyrir því hvers vegna þörf er á sósíalisma. Eftir erindið svara Corbyn fyrirspurnum úr sal.

Aukaþáttur af Rauða borðinu í tilefni af fundi Jeremy Corbyn í Þjóðmenningarhúsinu undir yfirskriftinni: Hvers vegna þörf er á sósíalisma. Við fáum fólk sem var á fyrirlestrinum til að koma við og leggja út frá erindi Corbyn: Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Sólveig Anna Jónsdóttir, Ögmundur Jónasson, Oddný Eir Ævarsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Helga Vala Helgadóttir, Pontus Järvstad, Sara Stef Hildar, Karl Héðinn Kristjánsson, Jökull Sólberg Auðunsson, Elísabet Guðrúnar- og Jónsdóttir og Trausti Breiðfjörð Magnússon.

Sunnudagurinn 24. september
Synir Egils: Fréttir, pólitík, kvóti og stjórnarskrá

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssyni taka á móti gestum og ræða helstu fréttir og pólitík við Jóhann Pál Jóhannsson þingmann, Sonju Þorbergsdóttur formann BSRB og Þóru Tómasdóttur blaðakonu. Við heyrum síðan í Jeremy Corbyn, fyrrum leiðtoga breska Verkamannaflokksins. Þeir bræður fara yfir daginn og veginn áður en Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði og Eiríkur Tómasson prófessor í lögfræði ræða um þörfina á að fá auðlindarákvæði í stjórnarskrána, hvað það ákvæði þarf að innihalda og hversu varasamt er að það sé ófullnægjandi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí