Aumt af Bjarna að hafa slegið sig til riddara

Það er ljóst að meðvirkni á Íslandi er enn mikil í ljósi þess  að þegar einn allra umdeildasti stjórnmálamaður frá sjálfstæði segir loksins af sér þá eru margir sem vilja slá hann til riddara. Flestir úr röðum svokallað vinstri flokka. Einn þeirra sem er ekki þjakaður af meðvirkni hvað þetta varðar er Illugi Jökulsson, rithöfundur og fjölmiðlamaður. Hann bendir á að þetta sé aumt sjónarspil ef Bjarni er ekki fara lengra en í annað ráðuneyti. Hann sé í raun einungis að skipta um skrifstofu.

„Það væri ótrúlega aumt af Bjarna að ætla sér nú að taka við utanríkisráðuneytinu eftir að hafa slegið sig til riddara — með heilmiklum rétti — fyrir að axla ábyrgð eftir álit umboðsmanns. Það væri líka ótrúlega aumt af VG að láta það viðgangast að þeirra helsti vinur í ríkisstjórninni líti þá greinilega á stjórnina sem vettvang fyrir pólitískt bellibrögð — ef það er rétt að þetta sé fyrst og fremst hælkrókur gegn Svandísi Svavarsdóttur,“ segir Illugi á Facebook.  

Hann segist ekki sannfærður um þá kenningu að þetta sé til þess að koma höggi á Svandísi Svavarsdóttur. „Með fullri virðingu reyndar fyrir Svandísi, þá trúi ég því ekki að hún sé svo mikilvæg að formaður Sjálfstæðisflokksins láti hrekjast úr embætti öðru sinni bara til að koma höggi á hana. Og að svo mæltu: Hvernig sem á málið er litið, að formaður stærsta flokksins á þingi segi af sér næstvaldamesta ráðherraembættinu vegna álits umboðsmanns alþingis, það er mikið og lofsvert fordæmi sem aðrir óhæfir ráðherrar geta héðan í frá ekki horft framhjá,“ segir Illugi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí