Bannað að hækka samningsupphæðir á vísitölutengdum leigusamningum í Þýskalandi

Samkvæmt þýsku húsaleigulögunum er bannað að hækka samningsupphæðir á vísitölutengdum húsaleigusamningum í Þýskalandi. Að sama skapi má aðeins uppfæra leigusamninga miðað við vísitölu á tólf mánaða fresti að lágmarki. Er það óháð því hvort að kostnaður leigusalans hafi aukist vegna viðhalds eða endurnýjunar. Hinsvegar eru húsnæðisbætur í Þýskalandi ávallt uppfærðar miðað við vísitölu.

Hinrich Paulus lögfræðingur hjá þýsku leigjendasamtökunum tjáði Samstöðinni að slíkt fyrirkomulag hafi verið við lýði frá setningu laga um heimildir til vísitölutengingar húsaleigu árið 1993 og óhugsandi að annarsskonar fyrirkomulag yrði viðhaft. Paulus sagði einnig að afar sjaldgæft að boðið væri uppá tímabundna leigusamninga til minna en 10 ára, og í einhverjum tilfellum væri heimilt að vísitölutengja slíka samninga.

Þó er ekki heimilt að vísitölutengja húsaleigu í félagslegu húsnæði þar sem slík leiga er ávallt reiknuð út frá útfrá heimilistekjum leigjenda. Hinsvegar eru húsnæðisbætur leigjenda vísitölutengdar. Ef húsaleiga fer yfir 30% af ráðstöfuarfé heimilisins þá nýtur það rétt til húsnæðisbóta sem heldur greiðsluþáttöku þeirra við sama hámarkið, og eru þær bætur eins og áður segir vísitölutengdar.

Á Íslandi voru lög um vísitölutengingar húsaleigu felld úr gildi í janúar 1999 og síðan þá hefur ekkert regluverk verið í gildi fyrir slíka framkvæmd. Hefur lögmæti hennar á undanförnum aldarfjórðung hinsvegar verið byggð á reglum seððlabankans um verðtryggingu fjárskuldbindinga sem þó um langt skeið heimiluðu ekki verðtryggingu slíkra skuldbindinga til styttri tíma en fimm ára.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí