Bjarni verður utanríkisráðherra í óþökk 80 prósent þjóðarinnar

Líkt og margir spáðu fyrr í vikunni þá munu Bjarni Benediktsson og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir skipta um ráðherrastól. Sætaskipti þeirra hafa ekki enn verið tilkynnt formlega en formenn stjórnarflokkanna hafa boðað blaðamannafund klukkan 11. Morgunblaðið fullyrðir þó að skipti Bjarna og Þórdísar verði tilkynnt þá og er engin ástæða til að efast um það, heimildirnar koma vafalaust beint úr Valhöll.

Það er ljóst að þessi niðurstaða er ekki að skapi yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Í nýrri könnun Maskínu var fólk spurt hvar það vildi sjá Bjarna, fyrst hann væri búinn að segja af sér sem fjármála- og efnahagsmálaráðherra. Örfáir, um þrjú prósent, vildu að hann drægi afsögn sína til baka og örlítið fleiri, um 13 prósent, vildu að hann færi í annað ráðuneyti. Hins vegar vildu ríflega 70 prósent losna við hann algjörlega úr ríkisstjórninni.

Bjarni sagði af sér sem fjármálaráðherra í vikunni eftir að umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að Bjarni mætti ekki selja pabba sínum hlut í Íslandsbanka. Bjarni er þriðji ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem segir af sér frá Hruni. Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra í nóvember árið 2014 þegar í ljós kom að starfsfólk ráðuneytis hennar hafði lekið út upplýsingum um bjargarlausa hælisleitendur. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði af sér sem innanríkisráðherra í nóvember árið 2019 þegar í ljós kom að hún hafði brotið lög við skipan dómara í Landsrétt.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí