Blaðamaður Vísis reynir að koma höggi á Sólveigu með því að birta þvælu um afhausuð ungabörn

Það er algengur misskilningur að fréttamiðlar geti verið hlutlausir. Allar fréttir eru á endanum skrifaðar af fólki, fólki með skoðanir. Þeir sem fullyrða að skoðanir hafi ekki áhrif á fréttaval og hvernig fréttir eru skrifaðar eru á endanum annað hvort að blekkja sjálfan sig eða aðra. Oft er mjög auðvelt að sjá slagsíðu blaðamanna einfaldlega með því að fylgjast með á Twitter.

Gott dæmi um þetta er Kjartan Kjartansson, blaðamaður á Vísi, en ef marka má efnistök hans þá er allt sem er vinstra megin við Djengis Khan honum þyrnir í augum. Í gær hljóp hann þó á sig og birti tístið sem sjá má hér fyrir neðan. Þar deilir hann þvælu um að Palestínumenn hafi afhausað ungabörn í innrásinni á dögunum. Þessa þvælu notar hann svo til reyna að koma höggi á Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Hjálmtýr Heiðdal, formann Íslands-Palestínu.

Kjartan vill meina að skoðanir þeirra eldist illa, líkt og mjólk í eyðimörk. En við nánari skoðun þá er það miklu frekar hans sleggjudómur sem eldist illa, svo illa raunar að skoðun hans var úldin áður en hann bar hana á borð. Hér fyrir neðan má til að mynda sjá þegar þessi þvæla um ungabörnin var rædd á Sky News. Þar kemur fram að þessi fullyrðing hafi fyrst komið fram í ísraelskum áróðursmiðli og sé á engan hátt staðfest. Ef Kjartani er svo umhugað um börn í Miðausturlöndum þá er hægt að benda honum á að meirihluti íbúa á Gaza eru börn, raunveruleg börn, og Ísraelar eru nú að stráfella þau.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí