Það er algengur misskilningur að fréttamiðlar geti verið hlutlausir. Allar fréttir eru á endanum skrifaðar af fólki, fólki með skoðanir. Þeir sem fullyrða að skoðanir hafi ekki áhrif á fréttaval og hvernig fréttir eru skrifaðar eru á endanum annað hvort að blekkja sjálfan sig eða aðra. Oft er mjög auðvelt að sjá slagsíðu blaðamanna einfaldlega með því að fylgjast með á Twitter.
Gott dæmi um þetta er Kjartan Kjartansson, blaðamaður á Vísi, en ef marka má efnistök hans þá er allt sem er vinstra megin við Djengis Khan honum þyrnir í augum. Í gær hljóp hann þó á sig og birti tístið sem sjá má hér fyrir neðan. Þar deilir hann þvælu um að Palestínumenn hafi afhausað ungabörn í innrásinni á dögunum. Þessa þvælu notar hann svo til reyna að koma höggi á Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Hjálmtýr Heiðdal, formann Íslands-Palestínu.
Kjartan vill meina að skoðanir þeirra eldist illa, líkt og mjólk í eyðimörk. En við nánari skoðun þá er það miklu frekar hans sleggjudómur sem eldist illa, svo illa raunar að skoðun hans var úldin áður en hann bar hana á borð. Hér fyrir neðan má til að mynda sjá þegar þessi þvæla um ungabörnin var rædd á Sky News. Þar kemur fram að þessi fullyrðing hafi fyrst komið fram í ísraelskum áróðursmiðli og sé á engan hátt staðfest. Ef Kjartani er svo umhugað um börn í Miðausturlöndum þá er hægt að benda honum á að meirihluti íbúa á Gaza eru börn, raunveruleg börn, og Ísraelar eru nú að stráfella þau.