Eitt fyrsta verk gæðastjóra RÚV að sýna vafasama mynd eftir sjálfan sig

Heimildamyndin Baráttan um Ísland var sýnd á RÚV í gær og ef marka má viðbrögð á samfélagsmiðlum þá féll hún ekki í kramið hjá landsmönnum. Myndin fjallar um efnahagshrunið á Íslandi árið 2008 en það virðist mál margra sem sáu hana í gær að hún sé ákveðinn hvítþvottur.  Mörgum fannst áberandi hvernig margir aðalleikendur hrunsins fengu tækifæir til að fegra gjörðir sínar, án þess að nokkuð væri fundið að því.

Marinó G. Njálsson eru heldur jákvæðari gagnvart myndinni en flestir og segir hana hafa verið áhugaverða. Í pistli sem hann birtir á Facebook tekur hann þó saman nokkurn fjölda tilvika í myndinni þar gerendur í hruninu fengu að ljúga án athugasemda. Hann er þó kurteis að vanda og kallar það „valkvæð minnisglöp“. Bendir ti að mynda á að Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi fengið að ljúga um þátt sinn og láta eins og hann hafi ekkert vitað fyrr en á síðustu stundu. Auðvelt er að sína fram á að það stenst ekki skoðun.

Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður VG, reyndi einnig að fegra stað sinn í sögunni, en Marinó segir: „Steingrímur J. sagði að aldrei hefði getað komið til þess, að ríkissjóður bæri ábyrgð á Icesave, en samt reyndi hann ítrekað að koma lögum um slíka ábyrgð í gegn og var með ónot við Ólaf Ragnar þegar hann neitaði að staðfesta lögin. Þjóðin veit alveg hvað er satt í þessum efnum.“

En hver ber ábyrgð á því að svo augljós sögufölsun er sýnd á RÚV sem sannleikur? Það vill svo skemmtilega til að á RÚV er sérstakt stöðugildi sem á að koma í veg fyrir að heimildamyndir með vafasamar heimildir séu sýndar í sjónvarpi allra landsmanna. Það er aðstoðardagskrástjóri RÚV, en hann hefur „faglega umsjón með innkaupum og framleiðslu á heimildaefni. Jafnframt leiðir hún, í samstarfi við dagskrárstjóra, hugmyndavinnu, þróun, framleiðslu, kaup, stefnumótun, gæðamat og gæðaeftirlit með öllu heimildaefni fyrir sjónvarp“.

Þessi lýsing kemur úr fréttatilkynningu sem ársgömul en þá var verið að tilkynna að Margrét Jónasdóttir hafi verið ráðin í starfið. Hún er leikstjóri heimildarmyndarinnar Baráttan um Ísland. Það má því ætla að hún hafi farið hratt í gegnum gæðaeftirlitið. Og í ljósi þess að dagskrá sjónvarpsins er yfirleitt samin með margra mánaða fyrirvara, þá má segja að það hafi verið með hennar fyrstu verkum að sýna mynd eftir sjálfa sig.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí