Erla segir „ekki mjög góða lykt í sumum biðskýlum“

Óli Jón Hertervig, skrifstofustjóri eignaskrifstofu Reykjavíkurborgar, sagði í síðasta mánuði í viðtali við RÚV: „auglýst verður eftir nýjum rekstraraðila innan hálfs mánaðar“. Engin auglýsing hefur en sést og má segja að Óli Jón hafi fram að helgi til að standa við loforð sitt.

Það er hugsanlegt að þarfir og væntingar strætónotanda séu neðarlega í forgangsröðun verkefna hjá Eignaskrifstofu Reykjavíkur?

Við töluðum við strætóistan Erlu Guðrúnu Gísladóttir um það sem má bæta í Mjóddarskiptistoðinni, sem er fjölfarnasta stoppistoð í borginni. Erla hefur ekki miklar áhyggjur af salernisaðstöðu eða hvort það sé opið inni í skiptistöðinni meðan strætó er að aka um stræti borgarinnar. Hún leggur áherslu á það að hreinsa biðskýlin og hanna þau þannig að þau veiti betra skjól. En sjón er sögu ríkari sjáið myndbandið.

Myndbandið er með subtexta

S = Sara Stef Hildar.

E = Erla Guðrún Gísladóttir

S: „Hvernig finnst þér aðstaðan vera fyrir strætófarþega í Mjóddinni?“

E: „Ég svo sem lítið nota hana. Ég er bara nýbyrjuð að koma hingað að taka strætó.“

S: „Og hvernig finnst þér það sem þú sérð? Hvernig finnst þér þetta blasa við þér, hefur farið inn í húsið?“

E: „Ég já, ég labba í gegn sko, leist bara ágætlega á það sko.“

S: „Hefur reynt að fara á klósettið?“

E: „Nei, það hef ég ekki gert, en það mætti vera meira skjól hérna úti.“

S: „Og þegar þú tekur strætó, er þá húsið opið á þeim tímum, sem þú ert að taka strætó?“

E: „Já, já, yfirleit, ég tek bara í og úr vinnu.“

S: „Gætir þú ímyndaðu þér að bíða í janúar í snjóstormi og húsið er lokað?“

E: „Ég hef nú nokkrum sinnum gert það, það er ekki mjög spennandi.“

S: „Nei, einmitt. Og hefurðu, sérðu fyrir þér að halda áfram að taka strætó, jafnvel þótt að Mjóddin reynist misjafnlega vel?“

E: „Já, ég hugsa það stöku sinnum, sko.“

S: „Hvernig myndir þú breyta Mjóddinni ef þú mættir ráða?“

E: „Það mætti vera meira skjól, hérna því að það er svolítið langt í strætóstoppustöðvarnar (biðskýlin). Mætti vera meira skjól þar sem maður bíður og það er ekki mjög góð lykt í sumum biðskýlinum. Það mætti hreinsa þau vel.“

S: „Vissu að klósettin eru búin að vera læst, mjög lengi nokkrar vikur?“

E: „Nei, ég vissi það ekki, hef aldrei nýtt mér þjónustuna eða reynt það.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí