Innflytjendum fjölgar um 17 prósent milli ára

Nú upp úr miðjum október hefur innflytjendum á Íslandi fjölgað um 10.275 frá síðasta ári, úr um 61.000 í ríflega 71.000. Fjölgunin nemur tæplega 17 prósentum.

Hlutfallslega fjölgar mest milli ára í hópi innflytjenda frá Mið- og Suður-Ameríku, úr 1.977 í 2.849, eða um 44 prósent. Þar má ætla að mest muni um flóttafólk frá Venesúela.

Langflestir innflytjenda á landinu eru af evrópskum uppruna eða yfir 52.000. Næst-flestir eru af asískum uppruna eða rúmlega 9.000, þá af mið- og suður-amerískum uppruna, eða tæplega 3.000. Rúmlega 2.000 manns eru af afrískum uppruna, um 1.600 frá Norður-Ameríku og aðeins 189 frá Eyjaálfu.

Frá hinum Norðurlöndunum eru aðeins 1.872 innflytjendur á Íslandi, og virðist samgangur milli landanna, að minnsta kosti í áttina hingað, ekki ýkja mikill.

Íbúar landsins eru nú rétt um 400.000 talsins alls. Af þeim teljast þá innflytjendur nú um 17,8 prósent.

Þetta kemur fram í nýbirtum gögnum Hagstofunnar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí