Næstum fjórða hver vinnandi manneskja á Íslandi er innflytjandi

Við lok ársins 2022 voru 22% starfandi fólks á Íslandi innflytjendur. Þetta kemur fram í nýbirtri skýrslu ASÍ um vinnumarkaðinn. Til samanburðar voru 12,7% starfandi fólks á landinu innflytjendur aðeins sjö árum fyrr, við upphaf ársins 2016.

Hlutfall innflytjenda meðal vinnandi fólks hefur hækkað úr 12,7% í upphafi ársins 2016 í 22,0% við lok ársins 2022.

Atvinnuþátttaka innflytjenda er æði misjöfn eftir greinum. Þannig eru aðeins 11% starfsmanna í opinberri stjórnsýslu innflytjendur, og enn færri á sviðinu „upplýsingar og fjarskipti“ eða 7%. Í ferðaþjónustu teljast innflytjendur aftur á móti 40% starfsfólks, í sjávarútvegi 38%, 34% í framleiðslugreinum og 31% í byggingarstarfsemi.

Hlutfall innflytjenda er afar breytilegt eftir atvinnugreinum.

Í skýrslunni er innflytjandi skilgreindur sem „einstaklingur sem er fæddur erlendis og á foreldra, afa og ömmur sem öll eru fædd erlendis.“

Vinnuveitendur brjóta frekar á rétti innflytjenda

Í könnun sem lögð var fyrir launafólk innan ASÍ og BSRB í febrúar á þessu ári sögðust tæplega 37% allra svernda sig hafa orðið fyrir réttindabroti á vinnumarkaði undanliðna 12 mánuði. Samkvæmt könnuninni var það þó afar misjafnt eftir uppruna og nálægt því tvöfalt algengara meðal innflytjenda en innfæddra: rúm 56% innflytjenda töldu sig hafa orðið fyrir slíku réttindabroti, á móti 29% innfæddra.

Niðurstöðurnar voru einnig greindar eftir húðlit og þar reyndist sama uppi á teningnum: 60% fólks með annan húðlit en hvítan hafði orðið fyrir réttindabroti á vinnumarkaði, samkvæmt könnuninni, á móti 36% fólks með hvítan húðlit.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí