Skatttekjur á Íslandi miklu lægri en á hinum Norðurlöndunum

Evrópska hagstofan Eurostat birti í dag, 31. október, samantekt gagna frá ríkjum ESB, ásamt Íslandi, Noregi og Liechtenstein, um hlutfall skatttekna ríkjanna af landsframleiðslu (GDP). Innan Evrópusambandsins í heild lækkaði þetta hlutfall lítillega milli ára, frá 41,5% árið 2021 til 41,2% árið 2022.

Gögn frá Eurostat: Tax revenue statistics (https://ec.europa.eu/eurostat/statistics-explained/index.php?title=Tax_revenue_statistics#General_overview), sótt 31. okt 2023.

Hlutfall skatta af landsframleiðslu er hæst í Frakklandi, eða 48,0%. Í Belgíu er það 45,6%, í Noregi 44,4%. Á öllum Norðurlöndunum – að undanskildu Íslandi, er hlutfallið raunar yfir 40 prósentum: 43,1% í Finnlandi, 42,5% í Danmörku og 42,4% í Svíþjóð. Ísland sker sig alfarið úr hópi Norðurlandanna: hér er hlutfall skatta af landsframleiðslu aðeins 36,0%. Að þessu leyti stendur Ísland nær mið- og austur-Evrópuríkjum: í Slóveníu og Króatíu er hlutfallið yfir 37 prósentum, í Tékklandi, Póllandi, Ungverjalandi og Slóvakíu er það um og yfir 35 prósentum.

Bankalandið Sviss er með næstlægsta hlutfall skatta af landsframleiðslu af öllum ríkju Evrópu, 27%. Skattaparadísin Írland er loks algjörlega sér á báti innan Evrópu, þar sem þetta hlutfall er aðeins 21%.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí